fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Lærisveinar Xabi Alonso nálgast ótrúlegt met

433
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 14:00

Xabi Alonso hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen í vetur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayer Leverkusen komst í gærkvöld í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar eftir dramatískan 3-2 sigur á Stuttgart. Jonathan Tah skoraði sigurmark Leverkusen á 90. mínútu en liðið lenti í tvígang undir í leiknum.

Bayer Leverkusen hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu og situr á toppi þýsku deildarinnar. Xabi Alonso, sem hefur verið orðaður við Liverpool, hefur gert frábæra hluti með liðið og nálgast það nú ótrúlegt met sem er í eigu Bayern Munchen.

Leverkusen er nú ósigrað í 30 leikjum í öllum keppnum en met Bayern Munchen er 32 leikir.

Augu flestra verða væntanlega á leik Leverkusen um næstu helgi en þá fær liðið einmitt Bayern Munchen í heimsókn í þýsku deildinni. Leverkusen situr á toppnum með 52 stig en Bæjarar eru í 2. sæti með 50 stig.

Ef Leverkusen tapar ekki þeim leik getur það jafnað met Bayern gegn Heidenheim 17. febrúar næstkomandi og slegið metið á heimavelli gegn Mainz þann 23. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“