fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Í bullandi fallbaráttu og hafa aldrei séð leikmanninn, sem keyptur var á metfjárhæð árið 2022, spila

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur franska knattspyrnuliðsins FC Troyes eru í þeirri fáránlegu stöðu að liðið þeirra er í bullandi fallhættu en á sama tíma hefur metfjárfesting þeirra á leikmannamarkaðinum, sem keyptur var árið 2022, ekki enn spilað leik fyrir liðið.

Klúbburinn, sem er frá samnefndri borg nokkurn veginn  í miðju Frakklands, á sér ekki beint langa og glæsta sögu í Frakklandi en helstu afrekin voru þau að komast nokkrum sinnum í efstu deild Frakklands og vinna sér þátttökurétt í Intertoto-keppninni í byrjun aldarinnar.

Ætla má að aðdáendur liðsins hafa talið að bjartari tímar væru í vændum þegar stórfyrirtækið City Football Group, móðurfélag enska stórliðsins Manchester City, keypti meirahluta í klúbbnum í september árið 2020. Troyes voru þá í annarri deild franska fótboltans en þetta keppnistímabil gekk allt upp og liðið tryggði sér aftur sæti í deild þeirra bestu.

Savio hefur slegið í gegn hjá Girona á leiktíðinni Mynd/Getty

Um skammgóðan vermi var að ræða því keppnistímabilið 2022-2023 féll liðið úr efstu deild og hörmungargengið hefur haldið áfram á þessu keppnistímabili. Troyes situr í 15. sæti af 20 liðum í Ligue 2 og eru aðeins fjórum stigum frá fallsæti.

Aðdáendur liðsins voru eflaust spenntir sumarið 2022 þegar tilkynnt var um kaup liðsins á brasilíska ungstirninu Savio fyrir metfé. Kaupverðið var 6 milljónir evra sem gæti tvöfaldast ef frammistaða leikmannsins væri góð. Mánuði eftir kaupin var Savio hins vegar lánaður til PSV Eindhoven í Hollandi. Eftir rólegt tímabil þar var Savio síðan lánaður til Girona á Spáni, sem einnig er í eigu City Football Group,  og þar hefur hinn 19 ára gamli knattspyrnumaður slegið rækilega í gegn og er nú einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims.

Svo vel hefur hann staðið sig að í gær var tilkynnt um að Manchester City hefði keypt leikmanninn frá venslafélagi sínu Troyes. Aðdáendur franska liðsins munu því aldrei njóta krafta leikmannsins sem keyptur var á metfé til félagsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið

Rory McIlroy mættur í Baskaland fyrir kvöldið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu

Rekinn úr starfi eftir 22 ár fyrir að styðja Palestínu en sér ekki eftir neinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn

United gæti verið að fá væna summu ef kaup Real Madrid ganga í gegn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni

Dánarorsök hins 19 ára drengs opinberuð – Tók eigið líf eftir að draumurinn var úr sögunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld

Hafa meiri trú á Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu

Hefur þénað vel í tvö ár og gæti nú snúið aftur til Evrópu