Íþróttaspekingurinn Mikael Nikulásson var gestur í Íþróttavikunni sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjóvnarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Gengi íslenska karlalandsliðsins á EM í handbolta hefur mikið verið í umræðunni undanfarið en liðið hefur þótt spila undir væntingum.
Hrafnkell segir vanta í ákveðnar stöður í liðinu.
„Það sem vantar í Ísland sem hin liðin eru með er risastór og þungur línumaður og alvöru varnarmenn. Við þurfum að sækja þessa gæja, sama hvort þeir eru í fótbolta, körfubolta eða öðru. Við þurfum að ná í þá. Þessir gæjar eru ekki til hjá okkur.“
Mikael tekur undir þessi orð.
„Þess vegna hefur árangurinn ekki verið betri, en menn bara líta framhjá því.“
Umræðan í heild er í spilaranum.