fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Sport

Ísrael rekið úr HM í íshokkí – Áttu að spila við Ísland

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 14:08

Hvorki karla né kvennalandslið Ísraels fá að taka þátt í heimsmeistaramótinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðum Ísraels hefur verið meinuð þátttaka í heimsmeistarakeppni í íshokkí. Karlaliðið átti að keppa við íslenska landsliðið í annarri deildinni í apríl.

Alþjóða íshokkísambandi, IIHF, ákvað í dag að meina Ísrael þátttöku í mótinu. Ástæðan er sögð áhyggjur af öryggi allra keppenda á mótinu, þar með talið Ísraelum sjálfum. Ekki sé hægt að tryggja það á þessari stundu eftir að stríðið á Gaza braust út.

Karlaliðið átti að spila í deild númer 2 í Serbíu en kvennaliðið í deild númer 3 í Eistlandi.

Í yfirlýsingu sambandsins segir að ákvörðunin hafi verið vandlega ígrunduð, byggi á áhættumati og hafi verið tekin í samráði við þátttökuríki sem og Serbíu og Eistland.

„Við erum vonsvikin, reið og fyrst og fremst svekkt,“ sagði Chen Kotler, fyrirliði ísraelska kvennalandsliðsins við dagblaðið Israel Hayom.

Íslenska karlalandsliðið er í deild númer 2 eins og Ísrael. Liðin áttu að mætast í lok apríl. Önnur lið í deildinni eru Serbía, Króatía, Ástralía og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Í gær

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Í gær

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga