Sjö ára stuðningsmaður Real Madrid á frekar erfitt þessa dagana eftir að hópur af fullorðnum karlmönnum réðst að honum með orðum vegna trefils sem hann bar um helgina.
Drengurinn ungi heldur með Real Madrid en hann fór ásamt pabba sínum til Katalóníu og sá sína menn vinna Barcelona.
Hann setti á sig trefil enda var hann að fara að sjá stórleik og vildi svo sannarlega styðja sína menn.
Það var hins vegar við völlinn þar sem hann og pabbi hans fengu það óþvegið.
„Þeir fóru í það að niðurlægja sjö ára drenginn minn fyrir trefil sem hann var með“ segir faðirinn í samtali við spænska miðla.
„Þeir kölluðu hann hund, svín og tíkarson. Þeir fóru svo í það að kasta í hann blysum.“
Spænska deildin og yfirvöld í Katalóníu eru að skoða málið og hvort hægt sé að finna mennina sem hegðuðu sér svona í garð drengsins unga.
🚨🚨| A father has complained to LaLiga that Barça ultras harassed his autistic son for wearing a Madrid scarf: "They started insulting my 7-year-old son because he was wearing a Madrid scarf. They called him 'dog, pig, son of a b*tch' and threw a firecracker at him."… pic.twitter.com/l8uEVGKrk9
— CentreGoals. (@centregoals) November 1, 2023