Íþróttavikan er farin að rúlla á ný á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum áfram en gestur í fyrsta þætti er handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson.
Aron Pálmarsson er kominn heim í FH og er eftirvæntingin því mikil fyrir komandi tímabili hans í Olís deildinni.
Arnar var spurður að því hvaða áhrif hann teldi að það muni hafa á landsliðsferil Arons að hann spili hér heima.
„Það er bara einn maður sem getur svarað þeirri spurningu og það er Aron Pálmarsson,“ svaraði Arnar.
„Ég ætla ekkert að fara leynt með það að ég hef áhyggjur af þessu. Það er ekki eins og hann hafi gert eitthvað mikið fyrir landsliðið undanfarin ár og hvað þá núna þegar hann er kominn í FH.“
Umræðan í heild er í spilaranum.