Manchester United hefur játað því að félagið greiddi alltof háa upphæð fyrir Antony er félagið keypti hann frá Ajax í sumar.
United borgaði 85 milljónir punda fyrir Antony sem hefur átt misjafnar frammistöður á Englandi.
ESPN Segir frá því að forráðamenn United séu meðvitaðir um það að félagið borgaði alltof mikið fyrir Antony.
Antony er 22 ára gamall, samkvæmt ESPN segir United þó ástæður vera fyrir því að félagið borgaði of mikið. Aðrir leikmenn í sömu stöður voru ekki í boði, þá hafi önnur félög byrjað að eltast við Antony.
„Hann er ungur leikmaður sem við verðum að bæta en hann þarf að gera það með okkur,“ sagði Erik ten Hag um Antony á dögunum.
Antony fór af stað með látum og skoraði í fyrstu þremur deildarleikjum sínum en síðan hefur aðeins verið að hægjast á honum.