fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Sport

HM í handbolta: Strákarnir okkar glíma við sautján ára senuþjóf

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. janúar 2023 13:30

Kiko Costa er einn allra efnilegasti leikmaður heims og gæti reynst Íslendingum erfiður þann 12. janúar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar mæta Portúgölum í fyrsta leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í handknattleik þann 12. janúar næstkomandi. Óhætt er að fullyrða að mikillar eftirvæntingar gæti hjá þjóðinni enda er valinn maður í hverju rúmi íslenska liðsins. Án þess að draga leikmenn liðsins í dilka er Ómar Ingi Magnússon, nýkrýndur íþróttamaður Íslands í annað sinn í röð, lykilmaður.

Portúgalir eiga tvo af efnilegustu leikmönnum heims

Datahandball greindi frá því í vikunni að Ómar Ingi hafi verið langmarkahæsti leikmaður Evrópu árið 2022. Kappinn skoraði 460 mörk í keppnisleikjum á seinasta ári. Frá þessu greindu íslenskir fjölmiðlar í þaula.

Minna hefur farið fyrir þeirri staðreynd að í liði Portúgal eru tveir af efnilegustu leikmönnum heims um þessar mundir. Það eru bræðurnir Francisco (eða Kiko) og Martim Costa. Yngri bróðirinn, Kiko, þykir ívið betri en hann er aðeins 17 ára gamall og á leið á sitt fyrsta stórmót fyrir A-landslið þjóðar sinnar.

Það er einmitt Kiko Costa sem skipar annað sætið á listanum yfir markahæstu leikmenn Evrópu í fyrra, á eftir Ómari Inga. Þrátt fyrir ungan aldur skoraði Kiko, sem leikur fyrir Sporting í heimalandinu, 359 mörk á nýliðnu ári. Hann leikur sömu stöðu á vellinum og Ómar Ingi og gæti – ef hann stenst þá pressu sem fylgir því að spila í fyrsta sinn á HM – orðið Íslandi erfiður ljár í þúfu næstkomandi fimmtudag og sennilega um ókomin ár.

Ungur en góður undir pressu

Ýmislegt bendir til þess að Kiko muni standast pressuna. Sporting mætti Ómari Inga og félögum í Magdeburg í Evrópudeildinni síðastliðið vor en Magdeburg varð um það leyti Þýskalandsmeistari. Kiko skoraði í tveimur hnífjöfnum viðureignum við besta lið Þýskalands 18 mörk í 22 skotum. Martim var litlu síðri og skoraði 15 mörk. Bræðurnir létu einnig að sér kveða í æfingaleik gegn Noregi á miðvikudag og skoruðu þrjú mörk hvor. Þetta eru leikmenn sem hæglega gætu stolið senunni á HM.

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur, eins og hans er von og vísa, verið með böggum hildar yfir andstæðingum Íslands og haldið því sjónarmiði ákaft á lofti að það verkefni að komast upp úr riðlinum í góðri stöðu verði ærið.

Guðmundur, sem hefur marga fjöruna sopið, hefur það til síns máls að Portúgal hefur reynst Íslandi hættulegur andstæðingur undanfarin ár. Ísland vann þó leik liðanna á EM í fyrra og hefur alla burði til að endurtaka þann leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna