fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Vanda staðfestir að hafa átt í viðræðum við Heimi – Hefur þetta að segja um starf Arnars Þórs

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 08:00

Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ / Samsett Mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hafa átt í viðræðum og samtali við Heimi Hallgrímsson um að taka við íslenska karlalandsliðinu í sumar.

„Það er rétt að við Heimir töluðum saman í sumar. Ég ætla að öðru leyti ekki að fara út í það sem okkur fór á milli,“ segir Vanda í svari sínu við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Hlaðvarpsþættirnir Þungavigtin og Dr. Football höfðu sagt frá viðræðunum sem áttu sér stað í sumar þegar Heimir var án starfs. Hann réði sig til starfa sem þjálfari Jamaíka á dögunum.

Svo langt hefur verið gengi í umræðunni að Heimir hafi samþykkt að taka við landsliðinu en að Vanda og KSÍ hafi bakkað út á endaum. Hafi verið ákveðið að styðja við Arnar Þór Viðarsson, þjálfara liðsins, frekar en að ráðast í breytingar.

Talsverð gagnrýni hefur beinst að Arnari í starfi en gengi lðsins hefur batnað undanfarna mánuði eftir erfiða tíma.

„Að mínu mati er Arnar Þór á réttri braut með liðið, það er stígandi í leikjunum og frammistöðunum, við sjáum það t.d. í þeirri staðreynd að liðið er taplaust í 6 leikjum, og tölfræðin sem kemur úr greiningu á leikjunum styður það. Einnig var liðsandinn og baráttan til mikillar fyrirmyndar í leiknum gegn Albaníu í gær,“ segir í svari Vöndu.

Heimir þjálfaði íslenska landsliðið í fótbolta frá 2011 til 2018 með frábærum árangri, þar sem liðið komst inn á Evrópumótið og Heimsmeistaramótið í fyrsta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“

Opnar sig um baráttu sína við krabbamein og vill koma skilaboðum á framfæri – „Ég sagði engum frá“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið