fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Vanda staðfestir að hafa átt í viðræðum við Heimi – Hefur þetta að segja um starf Arnars Þórs

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 08:00

Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ / Samsett Mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hafa átt í viðræðum og samtali við Heimi Hallgrímsson um að taka við íslenska karlalandsliðinu í sumar.

„Það er rétt að við Heimir töluðum saman í sumar. Ég ætla að öðru leyti ekki að fara út í það sem okkur fór á milli,“ segir Vanda í svari sínu við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Hlaðvarpsþættirnir Þungavigtin og Dr. Football höfðu sagt frá viðræðunum sem áttu sér stað í sumar þegar Heimir var án starfs. Hann réði sig til starfa sem þjálfari Jamaíka á dögunum.

Svo langt hefur verið gengi í umræðunni að Heimir hafi samþykkt að taka við landsliðinu en að Vanda og KSÍ hafi bakkað út á endaum. Hafi verið ákveðið að styðja við Arnar Þór Viðarsson, þjálfara liðsins, frekar en að ráðast í breytingar.

Talsverð gagnrýni hefur beinst að Arnari í starfi en gengi lðsins hefur batnað undanfarna mánuði eftir erfiða tíma.

„Að mínu mati er Arnar Þór á réttri braut með liðið, það er stígandi í leikjunum og frammistöðunum, við sjáum það t.d. í þeirri staðreynd að liðið er taplaust í 6 leikjum, og tölfræðin sem kemur úr greiningu á leikjunum styður það. Einnig var liðsandinn og baráttan til mikillar fyrirmyndar í leiknum gegn Albaníu í gær,“ segir í svari Vöndu.

Heimir þjálfaði íslenska landsliðið í fótbolta frá 2011 til 2018 með frábærum árangri, þar sem liðið komst inn á Evrópumótið og Heimsmeistaramótið í fyrsta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu