fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Segir Pochettino enn inni í myndinni – „Félagið á ekki að kasta öllu á glæ“

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 10. mars 2022 19:14

Mauricio Pochettino Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain segir að félagið eigi ekki að kasta öllu á glæ eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í gær.

Real Madrid tók á móti PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu í gær. PSG var með 1-0 forystu frá fyrri leiknum og komst í 2-0 í einvíginu þegar Kylian Mbappe skoraði sex mínútum fyrir loka fyrri hálfleiks.

Þrjú mörk frá Karim Benzema á 17 mínútna kafla í seinni hálfleik fleytti Madrídingum í átta liða úrslit á kostnað PSG og draumur Parísarliðsins um Evrópumeistaratitil fór enn og aftur forgörðum.

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri liðsins, kenndi dómaranum um tap sinna manna í gær. Pochettino hefur verið undir pressu að undanförnu og franski fjölmiðillinn Le Parisien fullyrðir að Argentínumanninum verði vikið úr starfi.

Leonardo segir Pochettino hins vegar enn vera inni í myndinni hjá PSG á þessari leiktíð.

Við eigum ekki að kasta öllu á glæ,“ sagði hann í samtali við RMC Sport. „Við eigum að reyna að bæta liðið og halda uppi liðsandanum til að spila í Ligue 1 og enda tímabilið vel. Við eigum að standa saman.

Pochettino er enn inni í myndinni á þessari leiktíð. Nú er ekki góður tími til að leiða hugann að öðru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Í gær

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti

Ummæli sérfræðingsins vekja athygli – Áttu að næla í leikmann Villa þegar goðsögnin hætti
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“