fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Stjörnufans á Hlíðarenda og hausverkur Heimis að stilla upp liðinu – Svona gæti hann farið að

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 12:00

Samkvæmt öllu er Heimir að taka við sem þjálfari FH ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórveldið Valur mætir til leiks í efstu deild karla með eitt best mannaða lið sem sést hefur í íslenskum fótbolta.

Eftir vonbrigða tímabil í fyrra hefur verið blásið í herlúðra á Hlíðarenda og margir öflugir leikmenn skrifað undir hjá félaginu á síðustu vikum.

Nú síðast var það Hólmar Örn Eyjólfsson sem mættur er heim eftir 14 ár í atvinnumennsku en Hólmar er 31 árs gamall. Þá er Valur einnig að semja við Jesper Ju­els­gård sem er danskur varnarmaður en frá þessu hefur Fótbolt.net og Dr. Football greint.

Hómar Örn Eyjólfsson.

Ju­els­gård er örfættur og getur spilað bæði sem varnar og miðjumaður. Möguleiki er á því að Heimir Guðjónsson spili 3-5-2 kerfið með Val í sumar en þar gæti Ju­els­gård notið sín vel. Ju­els­gård er 33 ára gamall og á að baki tvo A-landsleiki fyrir Dani.

Valur hafði áður samið við Aron Jóhannsson sem er sagður einn launahæsti leikmaður í sögu íslenska fótboltans, þá kom Ágúst Eðvald Hlynsson á láni frá Horsens.

Valur hefur einnig fengið Orra Hrafn Kjartansson frá Fylki og Heiðar Ægisson frá Stjörnunni. Þá tekur Guy Smit stöðuna í markinu en hann kom frá Leikni. Valsmenn létu Hannes Þór Halldórsson fara en ekki er vitað hvað hann tekur sér fyrir hendur. Þá fór einn besti leikmaður liðsins á síðustu árum, Kristinn Freyr Sigurðsson, í FH

Breiddin í hópi Vals er ótrúleg en hér að neðan má sjá tvær mögulegar útgáfur af byrjunarliði Vals og þá sem verða þá utan byrjunarliðs.

Mögulegt byrjunarlið Vals í 4-3-3 kerfinu:
Guy Smit

Birkir Már Sævarsson
Rasmus Christansen
Hólmar Örn Eyjólfsson
Jesper Ju­els­gård

Sebastian Hedlund
Ágúst Eðvald Hlynsson
Aron Jóhannsson

Guðmundur Andri Tryggvason
Patrick Pedersen
Tryggvi Hrafn Haraldsson

Aron Jóhannsson
Mynd/Ernir

Mögulegt byrjunarlið Vals í 3-5-2 kerfinu:
Guy Smit

Sebastian Hedlund
Hólmar Örn Eyjólfsson
Jesper Ju­els­gård

Birkir Már Sævarsson
Haukur Páll Sigurðsson
Orri Hrafn Kjartansson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Sigurður Egill Lárusson

Patrick Pedersen
Aron Jóhannsson

Mynd/Instagram

Utan mögulegs byrjunarliðs:
Heiðar Ægisson
Birkir Heimisson
Orri Sigurður Ómarsson
Arnór Smárason
Andri Adolphsson
Almarr Ormarsson
Sverrir Páll Hjaltested

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Í gær

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint