fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Klara situr í öruggu sæti hjá KSÍ fram á næsta ár hið minnsta

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 5. september 2021 09:00

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Knattspyrnusambands Íslands hafa verið í brennidepli síðustu daga og vikur. Formaðurinn og stjórn sambandsins sagði starfi sínu lausu vegna ásakanna um að sambandið tæki ekki á ábendingum um meint brot landsliðsmanna og að hylmt væri yfir slíkum málum.

Klara Bjartmarz framkvæmdar stjóri KSÍ hefur hins vegar ekki viljað axla sömu ábyrgð og aðrir og sagði starfi sínu ekki lausu.

Mikill þrýstingur var settur á Klöru að axla ábyrgð en að lokum fór hún í leyfi frá störfum. Ekki hefur komið fram hversu langt leyfi Klöru verður, það er ótímabundið.

Stjórn KSÍ hefur boðað til aukaþings í byrjun október þar sem ný stjórn til bráðabirgða tekur við. Sú stjórn mun sitja fram í febrúar þegar ársþing sambandsins fer fram, þá verður kosið um nýjan formann og nýja stjórn.

Til umræðu hefur verið að bráðabirgðarstjórnin myndi víkja Klöru úr starfi ef hún ákveður ekki sjálf að stíga til hliðar. Samkvæmt heimildum DV getur sú stjórn hins vegar ekki rekið fólk úr starfi, fyrir því hefur hún ekki heimild.

Klara verður því í starfi fram á næsta ár hið minnsta ef hún ákveður ekki sjálf að stíga til hliðar. Það væri þá undir nýrri stjórn komið hvort hún bæri traust til Klöru til að vinna áfram fyrir sambandið en Klara hefur starfað hjá KSÍ í 27 ár.

Ákveði stjórnin sem tekur við í febrúar að víkja Klöru úr starfi er hún með langan uppsagnarfrest og hefur verið talað um 12 mánuði í því sambandi. Klara þénar um 1,3 milljón í laun á mánuði samkvæmt tekjublaði DV frá því í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi