fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Íslendingar brjálaðir eftir fréttir gærkvöldsins – „Rosaleg ræða og ég gæti ekki verið meira sammála“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 09:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi.
Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Liðunum verður skipt í tvo 10 liða riðla þar sem liðin leika heima og að heiman gegn hvert öðru. Leikið verður í miðri viku og ætla liðin að vera áfram með í deildarkeppnunum í heimalöndum sínum. Þrjú efstu liðin úr hvorum riðli fara síðan beint áfram í átta liða úrslit þar sem leikið verður heima og að heiman með útsláttarfyrirkomulagi. Liðin í fjórða og fimmta sæti riðlanna leika um lausu sætin tvö í átta liða úrslitunum. Þau tvö lið sem komast í úrslitin leika síðan einn leik til úrslita um sigur í deildinni

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Bayern München og Paris Saint German auk fleiri þýskra og franskra liða höfnuðu boði um að vera með í Ofurdeildinni.

Fjöldi íslenskra aðila hafa tjáð sig um málið og margir hóta því að hætta að halda með félaginu sínu, þá umræðu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki