fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: Stórsigrar hjá Aftureldingu og FH – Góður útisigur Víkinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. maí 2021 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í 3. umferð Lengjudeildar kvenna í dag. Afturelding, FH og Víkingur Reykjavík unnu öll sigra.

Stórsigur heimakvenna í Mosó

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Aftureldingu yfir á heimavelli gegn HK eftir stundarfjórðung. Hún tvöfaldaði forystu liðsins um tíu mínútum síðar. Á 32. mínútu skoraði Sigrún Gunndís Harðardóttir þriðja mark heimakvenna. Staðan í hálfleik var 3-0.

Karen Sturludóttir kom Aftureldingu í 4-0 snemma í seinni hálfleik. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir minnkaði muninn fyrir HK eftir tæpan klukkutíma leik. Elfa Sif Hlynsdóttir kom heimakonum í 5-1 á 76. mínútu. Ester Lilja Harðardóttir lagaði stöðuna aðeins fyrir HK stuttu síðar. Guðrún Elísabet fullkomnaði svo þrennu sína með sjötta marki Aftureldingar í lok leiks. Lokatölur 6-2.

Afturelding er með 7 stig á toppi deildarinnar. HK er á botninum með 1 stig.

Öruggur útisigur FH

Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir eftir 8 mínútur á útivelli gegn Augnabliki. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Elín Björg Símonardóttir gerði þriðja mark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 0-3.

Sigrún Ella Einarsdóttir gerði fjórða mark FH á 78. mínútu áður en Júlía Katrín Baldvinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Augnablik tíu mínútum síðar.

FH er með 6 stig í þriðja sæti deildarinnar. Augnablik er í því sjöunda með 3 stig.

Fyrsti sigur Víkinga kom á Ásvöllum

Víkingur vann Hauka 0-2 á útivelli. Bæði mörkin komu snemma leiks. Nadía Atladóttir gerði fyrra markið á 7. mínútu. Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði seinna markið fimm mínútum síðar.

Bæði lið eru með 4 stig. Víkingur er í fimmta sæti og Haukar í sjötta.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur

Tvö ensk stórlið vilja Gallagher í janúar en áhuginn er ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship

Real Madrid á eftir undrabarni í Championship
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir

Sjáðu alla dramatíkina í kringum dóm Sigurðar í gær – Framarar brjálaðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“