Ríkharð Óskar Gunnarsson ættu flestir Íslendingar að kannast við en hann er orðið hálfgert andlit sjónvarpsstöðvarinnar Stöð 2 Sport.
Rikki G eins og hann er kallaður elskar íþróttir en hann sér mikið um að lýsa knattspyrnuleikjum.
Rikki reynir þessa dagana að selja BMW bifreið sína og auglýsir gripinn á Bílaútsölunni.
,,Bílaútsalan kynnir með stolti Bimmann hans Rikka G! Hækkaðu í botn og hlustaðu á hann lýsa bílnum,“ skrifar Bílaútsalan á Facebook síðu sína í kvöld.
Það er alveg óhætt að segja að Rikki hafi farið alla leið og lýsti bílnum af mikilli ástríðu.
Nú er að sjá hvort þessi söluaðferð muni skila sér og er aldrei að vita hvort tilboðið sem hann leitast eftir sé komið í hús.
Hér má sjá auglýsinguna.