fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

„Maður er ekkert að leita eftir vorkunn“

Jóhann Berg Guðmundsson hefur glímt ítrekað við meiðsli í vetur – Ánægður hjá Burnley

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2017 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur tekið á að vera atvinnumaður í knattspyrnu þegar á móti blæs, meiðsli eru því miður hluti af leiknum og landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur fengið að kynnast þeim á þessu tímabili. Kantmaðurinn knái gekk í raðir Burnley í fyrrasumar og hafði stimplað sig hressilega inn hjá félaginu þegar fyrsta bakslagið kom í lok nóvember.
Dagarnir hjá atvinnumanni verða öðruvísi og þyngri þegar meiðsli herja á leikmanninn. Jóhann hefur í þrígang á þessu tímabili meiðst nokkuð alvarlega.

Fer í ræktina meðan félagarnir æfa fótbolta

,,Maður þarf að vera mættur snemma alla morgna og fer í sjúkraþjálfun. Maður nær síðan að taka morgunmatinn með strákunum. Á meðan þeir skella sér svo út á æfingu er ég bara í ræktinni til að halda mér við. Eftir það tekur við meiri meðhöndlun,“ sagði Jóhann í samtali við DV þegar hann var á leið heim af æfingu.

Dagarnir á skrifstofunni verða lengri þegar leikmaður glímir við meiðsli og það getur verið erfitt andlega að fylgjast með liðsfélögum sínum spila knattspyrnu á meðan það eina sem bíður þín er harðhentur sjúkraþjálfari og köld lóð.

Jóhann Berg er mikilvægur fyrir íslenska landsliðið sem býr sig nú undir leik gegn Kosóvó þann 24. mars næstkomandi. Óvíst er með þátttöku Jóhanns í þeim leik.
Lykilmaður Jóhann Berg er mikilvægur fyrir íslenska landsliðið sem býr sig nú undir leik gegn Kosóvó þann 24. mars næstkomandi. Óvíst er með þátttöku Jóhanns í þeim leik.

Mynd: EPA

„Það getur tekið verulega á að sjá strákana skokka út á æfingasvæði, þar vill maður vera. Það er samt mikilvægt að halda haus og vera jákvæður, meiðsli eru bara hluti af þessu. Þetta hefur hins vegar verið gríðarleg óheppni á þessu tímabili,“ segir Jóhann sem hefur spilað 16 leiki Burnley í deildinni í vetur; hann hefur byrjað tíu leiki og komið inn sem varamaður í sex leikjum og samtals spilað 923 mínútur.

Hefði getað verið skynsamari

„Ég byrjaði á að rífa aftan í lærinu vinstra megin gegn Manchester City í lok nóvember, ég var búinn að tryggja mitt sæti í liðinu á þessum tímapunkti og þetta leit vel út. Tveimur dögum fyrir þann leik fékk ég högg á hægra lærið og harkaði af mér í gegnum þá æfingu. Ég var alveg að drepast en lét reyna á þetta og kláraði æfinguna daginn fyrir leik líka. Ástæðan fyrir þeim meiðslum getur verið sú að ég fór að beita mér eitthvað öðruvísi en ég er vanur út af þessu höggi sem ég fékk og það getur sett meira álag á vinstra lærið. Kannski hefði maður átt að vera skynsamari þar en maður veit það aldrei fyrirfram.“

Erfitt og langt ferli

Jóhann var þónokkuð fljótur að koma til baka eftir þessi meiðsli en hann var að komast á fullt skrið þegar honum var kippt aftur niður á jörðina.

„Það sem er aðallega erfitt við þetta er að ferlið við að koma sér aftur í gírinn er erfitt og leiðinlegt.“

„Það sem er aðallega erfitt við þetta er að ferlið við að koma sér aftur í gírinn er erfitt og leiðinlegt. Manni er skellt út á völl og þarf að hlaupa og hlaupa til að vinna upp þolið sem tapast. Það getur verið leiðinlegt en maður er nú ekkert að leita eftir vorkunn, ég vinn við það sem ég elska að gera og maður á svo sem ekkert að vera að kvarta.“

Óvíst hvenær hann snýr aftur

Jóhann sem er 27 ára gamall reif svo upp úr liðbandi í hné á dögunum og er óvíst hvenær hann getur farið aftur út á völlinn.

„Það var áfall að lenda í þessu í þriðja sinn á tímabilinu að vera frá í einhvern tíma. Ég hef yfirleitt ekki verið í svona miklum pakka á einu tímabili. Ég gat ekkert gert í þessum meiðslum, þetta var bara tækling. Núna er maður bara á fullu að byggja sig upp til að komast sem fyrst aftur út á völl.“

Jóhann er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni sem er deildin sem alla unga krakka dreymir um að spila í. Honum hefur líkað vel og er spenntur fyrir komandi áskorunum.

„Þetta er búið að vera frábært, okkur hefur gengið vel og þá sérstaklega á heimavelli. Þetta var auðvitað skemmtilegast þegar maður var lykilmaður í liðinu og með fulla heilsu. Núna er bara að koma sér á þann stað aftur og ná síðustu mánuðum tímabilsins. Ég hef notið þess að vera hérna og ef við höldum okkur uppi, sem við erum allir vongóðir um að takist, þá eru bara bjartir tímar framundan,“ sagði þessi geðþekki kantmaður að lokum, en hann var að renna í hlaðið heima hjá sér eftir æfingu dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar