fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Sport

Þrepin tíu til Nice

Stærstu stundirnar fyrir Íslendinga á EM í Frakklandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. júní 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1. Fyrsta markið

Birkir Bjarnason kemur Íslandi á EM-kortið og jafnar metin gegn Portúgal, í fyrsta leik liðsins á EM. Glæsilegur undirbúningur og sending frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Portúgalar, sem verið höfðu mikið betri í leiknum, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.

Mynd: EPA

2. Aukaspyrnur á ögurstundu

Íslendingar standa á öndinni þegar Cristiano Ronaldo býr sig undir að taka aukaspyrnu þegar leiktíminn er runninn út í St. Etienne. Spyrnan fer í hönd íslensks leikmanns. Ronaldo fær aðra spyrnu, miklu nær. Sem betur fer sparkar hann boltanum aftur í vegginn og dómarinn flautar af. Fyrsta stig Íslands á stórmóti staðreynd.

3. Ronaldo hjálpar Íslandi

Ummæli Ronaldos um að Íslendingar hefðu lélegt hugarfar og færu þess vegna ekki langt í mótinu gera að verkum að heimsbyggðin – svo að segja – fylkir sér að baki Íslandi. Stuðningurinn nær langt út fyrir raðir þjóðarinnar og sá meðbyr hefur skilað sér í auknum stuðningi úr áhorfendastúkunni.

4. Vítið hans Gylfa

Gábor Király, markvörður Ungverja, missir boltann eftir hornspyrnu Íslands í leiknum í Marseille. Hann berst að lokum til Arons Einars Gunnarssonar, sem fellur eftir viðskipti við ungverskan varnarmann. Gylfi Þór skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnu og kemur Íslandi yfir.

Mynd: EPA

5. Mistök Hannesar

Áhorfendur standa á öndinni þegar Hannes Þór Halldórsson misreiknar sig í upphafi leiksins við Austurríki og Arnautovic stelur af honum boltanum fyrir framan autt markið. Heilladísirnar haga því þannig að Arnautovic rennur á grasinu og Hannes nær að pota boltanum á milli fóta framherjans.

6. Selfyssingur á skotskónum

Jón Daði Böðvarsson skorar laglegt mark, eftir innkast Arons Einars og skalla Kára Árnasonar, og kemur liðinu yfir.

7. Stöngin bjargar Íslandi

Hurð skellur nærri hælum þegar Alexandar Dragovic skýtur boltanum í stöng úr víti sem Ari Freyr Skúlason fær dæmt á sig. Lukkan hliðholl Íslandi.

Mynd: EPA

8. Slapp við annað víti

Dómarinn ákveður að dæma ekki víti þegar Ara Frey skrikar fótur í teignum og fellir með því sóknarmann Austurríkis.

9. Bjargað á línu

Kári, besti maður vallarins, bjargar marki þegar hann ver markskot Austurríkismanna á marklínu, og heldur með því leiknum jöfnum.

Mynd: EPA

10. Dramatískt sigurmark

Allt ætlar um koll að keyra þegar Arnór Ingvi Traustason skorar sigurmark með síðustu spyrnu leiksins við Austurríkismenn. Tvennt tryggir hann Íslendingum með markinu, auk sigursins; leik við Englendinga í 16-liða úrslitum og – ekki síður – fimm daga hvíld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Í gær

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Í gær

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“