fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Sport

Tottenham setti met í gærkvöldi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. maí 2016 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham gerði ekki bara út um vonir sínar á því að verða Englandsmeistarar þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í gærkvöldi heldur setti liðið einnig nýtt met.

Níu leikmenn Tottenham fengu gult spjald en engu liði í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist að fá jafn mörg gul spjöld í einum og sama leiknum. Það er í raun ótrúlegt að Mark Clattenburg, dómari leiksins, hafi ekki lyft rauða spjaldinu, en alls fóru tólf gul spjöld á loft.

Spjaldaveislan hófst ekki fyrr en á 27. mínútu þegar Kyle Walker fékk fyrsta gula spjaldið. Næstur var Jan Verthongen og á 45. mínútu fengu Danny Rose og Willian áminningu. Erik Lamela fékk gult spjald á 51. mínútu og Christian Eriksen fékk áminningu á 70. mínútu. Branislav Ivanovic fékk gult mínútu síðar og undir lok leiksins fengu hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn áminningu.

Fyrstir voru þeir Eric Dier og John Obi Mikel og þegar komið var fram í uppbótartíma fengu þeir Harry Kane, Mousa Dembele og Ryan Mason gult spjald. Samtals fóru því tólf gul spjöld á loft í leiknum.

Búast má við því að Tottenham fái háa sekt vegna ósæmilegrar hegðunar leikmanna liðsins í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Sport
Í gær

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“