fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025

Flekkudalsá til SVFR

Gunnar Bender
Föstudaginn 4. september 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður á miðvikudaginn. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi.

„Flekkan er frábær laxveiðiá og fellur mjög vel að þörfum félagsmanna SVFR. Hún er allt í senn; frábær laxveiðiá, sérlega falleg og tilkomumikil og fjölskylduvæn. Samstarfssamningurinn tekur ennfremur mið af þeim aðstæðum sem nú eru uppi . Hann er hagfelldur fyrir báða aðila eins og allir samningar eiga að vera,“  segir Jón Þór Ólason, formaður SVFR.

„Við leggjum áherslu á gott samstarf við landeigendur, enda teljum við ótvírætt að hagsmunir leigusala og leigutaka fari saman,“ segir Jón Þór ennfremur.

Flekkudalsá er þriggja stanga, 20 km löng dragá, sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði. Hún fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæinn Ytra Fell á Fellsströnd eftir að hafa runnið frá upptökum sínum í gegnum stórbrotið umhverfi í skógi vöxnum Flekkudal. Er það mat margra að Flekkan sé ein fallegasta laxveiðiá á Íslandi. Nær vatnasvæðið yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá og Tunguá.

„Flekkan á sér marga aðdáendur og við hlökkum til að gefa félagsmönnum SVFR kost á að veiða íhenni. Fastagesti árinnar bjóðum við að sjálfsögðu v elkomna í félagið,“ segir Jón Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Segir flugöryggi ógnað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn