fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025

Flekkudalsá til SVFR

Gunnar Bender
Föstudaginn 4. september 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður á miðvikudaginn. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi.

„Flekkan er frábær laxveiðiá og fellur mjög vel að þörfum félagsmanna SVFR. Hún er allt í senn; frábær laxveiðiá, sérlega falleg og tilkomumikil og fjölskylduvæn. Samstarfssamningurinn tekur ennfremur mið af þeim aðstæðum sem nú eru uppi . Hann er hagfelldur fyrir báða aðila eins og allir samningar eiga að vera,“  segir Jón Þór Ólason, formaður SVFR.

„Við leggjum áherslu á gott samstarf við landeigendur, enda teljum við ótvírætt að hagsmunir leigusala og leigutaka fari saman,“ segir Jón Þór ennfremur.

Flekkudalsá er þriggja stanga, 20 km löng dragá, sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði. Hún fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæinn Ytra Fell á Fellsströnd eftir að hafa runnið frá upptökum sínum í gegnum stórbrotið umhverfi í skógi vöxnum Flekkudal. Er það mat margra að Flekkan sé ein fallegasta laxveiðiá á Íslandi. Nær vatnasvæðið yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá og Tunguá.

„Flekkan á sér marga aðdáendur og við hlökkum til að gefa félagsmönnum SVFR kost á að veiða íhenni. Fastagesti árinnar bjóðum við að sjálfsögðu v elkomna í félagið,“ segir Jón Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar