fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Flekkudalsá til SVFR

Gunnar Bender
Föstudaginn 4. september 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur var undirritaður á miðvikudaginn. Með samningnum hefur SVFR tryggt sér eina eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuá á Vesturlandi.

„Flekkan er frábær laxveiðiá og fellur mjög vel að þörfum félagsmanna SVFR. Hún er allt í senn; frábær laxveiðiá, sérlega falleg og tilkomumikil og fjölskylduvæn. Samstarfssamningurinn tekur ennfremur mið af þeim aðstæðum sem nú eru uppi . Hann er hagfelldur fyrir báða aðila eins og allir samningar eiga að vera,“  segir Jón Þór Ólason, formaður SVFR.

„Við leggjum áherslu á gott samstarf við landeigendur, enda teljum við ótvírætt að hagsmunir leigusala og leigutaka fari saman,“ segir Jón Þór ennfremur.

Flekkudalsá er þriggja stanga, 20 km löng dragá, sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði. Hún fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæinn Ytra Fell á Fellsströnd eftir að hafa runnið frá upptökum sínum í gegnum stórbrotið umhverfi í skógi vöxnum Flekkudal. Er það mat margra að Flekkan sé ein fallegasta laxveiðiá á Íslandi. Nær vatnasvæðið yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá og Tunguá.

„Flekkan á sér marga aðdáendur og við hlökkum til að gefa félagsmönnum SVFR kost á að veiða íhenni. Fastagesti árinnar bjóðum við að sjálfsögðu v elkomna í félagið,“ segir Jón Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“