fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Fundað um stöðu villtra laxastofna

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 30. október 2019 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði í síðustu viku til fundar með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Landssambands veiðifélaga. Tilefni fundarins var að fara yfir stöðu villtu laxastofnana en fyrir liggur að laxagöngur voru litlar sl. sumar auk þess sem lítið vatn hefur verið í ánum og aðstæður fyrir uppgöngu laxa og veiði þannig með versta móti. Fréttatíminn greindi fyrst frá málinu.

Á fundinum fjölluðu fulltrúar Hafrannsóknastofnunar um villtu laxastofnana. Fram kom að búast má við að hrygningarstofnar laxa nú í haust verði almennt litlir. Nokkrir seiðaárgangar eru í uppvexti í ánum á hverjum tíma og hafa mælst þokkalega stórir árgangar í uppvexti í flestum ám frá hrygningu síðustu ára. Þá tóku við umræður en samstaða var um að fylgjast grannt með þróun stofnana og boða fljótlega til annars fundar.

Staðan er alls ekki góð eftir þetta sumar þar sem veiddust um 20 þúsund færri laxar en fyrir ári síðan. Auðvitað verður að gera eitthvað og þessi fundur sýnir allavega vilja. Hvað sem það verður en orð eru til alls fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“