Þriðjudagur 09.mars 2021

Saga hreindýra á Íslandi

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 23. október 2019 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaðan komu þau og hvernig hefur þeim reitt af? Hin tignarlegu hreindýr íslenska hálendisins eru til umfjöllunar í þessu tímamótaverki Unnar Birnu Karlsdóttur. Höfundur mun kynna bókina og lesa upp úr henni í útgáfuhófi í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð miðvikudaginn 23. október kl. 17.

Í Öræfahjörðinni segir Unnur Birna Karlsdóttir sögu hreindýra á Íslandi frá því þau voru flutt til landsins á seinni hluta átjándu aldar til dagsins í dag. Bókin er heildstæð hugmyndasaga sem fjallar jafnt um hreindýrin sjálf sem viðhorf landsmanna til þeirra. Sagðar eru sögur af harðri lífsbaráttu á hreindýraslóðum, æsilegum veiðiferðum og misjöfnum tilraunum til hreindýrabúskapar. Ekki má gleyma hreindýrunum sem áður gengu í Þingeyjarsýslu, á Reykjanesskaga og í Fljótshlíð en eru nú horfin af sjónarsviðinu.

Unnur Birna Karlsdóttir gegnir stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi og lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hún hefur sent frá sér ýmis fræðirit og fræðigreinar um samband manna og náttúru á Íslandi. Rannsóknin á sögu hreindýra á Íslandi er stærsta verk hennar á því sviði hingað til.

Bókina prýðir fjöldi áður óbirtra ljósmynda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Brynjar segir slaufunarmenningu vera fasisma

Brynjar segir slaufunarmenningu vera fasisma
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hamsik orðinn liðsfélagi Kolbeins hjá Gautaborg – „Hafa samið við goðsögn“

Hamsik orðinn liðsfélagi Kolbeins hjá Gautaborg – „Hafa samið við goðsögn“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Neðanjarðar swinger-klúbbur fræga fólksins – Deilir því sem gerist á bakvið tjöldin

Neðanjarðar swinger-klúbbur fræga fólksins – Deilir því sem gerist á bakvið tjöldin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bale kominn á flug með Tottenham – Sex mörk í síðustu sex leikjum

Bale kominn á flug með Tottenham – Sex mörk í síðustu sex leikjum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona reyndi að kyssa Má þegar hann var einn á gangi – „Snör viðbrögð af minni hálfu forðuðu mér mögulega frá Covid, klamydíu og frunsu“

Kona reyndi að kyssa Má þegar hann var einn á gangi – „Snör viðbrögð af minni hálfu forðuðu mér mögulega frá Covid, klamydíu og frunsu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar sér að safna 130 milljónum fyrir unga bræður sem berjast við sjaldgæft krabbamein

Ætlar sér að safna 130 milljónum fyrir unga bræður sem berjast við sjaldgæft krabbamein
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neyðarleg mistök á samfélagsmiðlum – Rándýr bíll og pungur

Neyðarleg mistök á samfélagsmiðlum – Rándýr bíll og pungur
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Öskureiður eftir umtalaða viðtalið – „Ég trúi ekki orði af því sem hún segir“

Öskureiður eftir umtalaða viðtalið – „Ég trúi ekki orði af því sem hún segir“