,,Við vorum að koma af hreindýraveiðum og það gekk vel þegar við fundum dýrin en það tók þó nokkurn tíma,“ sagði Stefán Sigurðsson, í samtali við Veiðipressuna.
,,Við félagarnir Árni Ingvarssyni skruppum á svæði eitt með Jón Agli leiðsögumanni. Það tók hálfan dag að finna dýr og þá fundum stóra hjörð nálægt þjóðveginum. Við þurftum að skríða þrisvar sinnum í hópinn, það var svo þétt á honum. Í þriðju tilraun opnaði hjörðin sig og við náðum þessum fallega tarfi. Þetta var stórskemmtileg veiðiferð,“ sagði Stefán ennfremur.
Mynd. Stefán Sigurðsson og Árni Ingvarsson með tarfinn. Mynd Jón.