Lögregla hefur nú borið kennsl á alla þá sextán sem létust í kláfferjuslysinu á miðvikudag en um var að ræða fimm Portúgala, þrjá Breta, tvo Kanadamenn, tvo Suður-Kóreumenn, einn Úkraínumann, einn Svisslending, einn Bandaríkjamann og einn Frakka.
Þjóðverjinn sem talinn var hafa látist er 46 ára og var hann í Portúgal ásamt eiginkonu sinni og syni. Aðstandendur mannsins eru sagðir hafa ferðast frá Hamborg til Lissabon til að bera kennsl á líkið eftir að þeim var tilkynnt um andlát hans.
Þegar til Lissabon var komið kom í ljós að maðurinn var ekki í hópi hinna látnu, heldur lá hann á Sao José-sjúkrahúsinu í Lissabon. Ekki liggur fyrir hvernig þessi mistök komu til.
Auk þeirra 16 sem létust slasaðist 21.