fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Pressan

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Pressan
Föstudaginn 5. september 2025 12:30

Frá vettvangi í Lissabon. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur karlmaður sem talinn var hafa látist í harmleiknum í Lissabon í Portúgal á miðvikudag reyndist vera á lífi. Mail Online greinir frá þessu og vísar í fréttir þýskra fjölmiðla.

Lögregla hefur nú borið kennsl á alla þá sextán sem létust í kláfferjuslysinu á miðvikudag en um var að ræða fimm Portúgala, þrjá Breta, tvo Kanadamenn, tvo Suður-Kóreumenn, einn Úkraínumann, einn Svisslending, einn Bandaríkjamann og einn Frakka.

Þjóðverjinn sem talinn var hafa látist er 46 ára og var hann í Portúgal ásamt eiginkonu sinni og syni. Aðstandendur mannsins eru sagðir hafa ferðast frá Hamborg til Lissabon til að bera kennsl á líkið eftir að þeim var tilkynnt um andlát hans.

Þegar til Lissabon var komið kom í ljós að maðurinn var ekki í hópi hinna látnu, heldur lá hann á Sao José-sjúkrahúsinu í Lissabon. Ekki liggur fyrir hvernig þessi mistök komu til.

Auk þeirra 16 sem létust slasaðist 21.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans

Þriggja ára breskum dreng var rænt á Costa del Sol – Leitað að drengnum og móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna

Hataðasti maðurinn á netinu þessa dagana er milljónamæringur frá Póllandi – Sjáðu ástæðuna