Giuliani var á ferð með talsmanni sínum, Ted Goodman, í New Hampshire á laugardagskvöld þegar annarri bifreið var ekið aftan á bifreiðina sem Goodman ók.
Þetta gerðist eftir að þeir Rudy og Ted höfðu komið auga á konu við vegkantinn sem virtist þurfa aðstoð eða aðhlynningu. Þeir stoppuðu og lýsti konan því að hún hefði orðið fyrir heimilisofbeldi.
Eftir að hafa hringt á lögregluna ók þeir aftur á stað en um á sama tíma var bifreið af gerðinni Honda HR-V ekið aftan á bifreið þeirra. 19 ára kona ók bifreiðinni en hún slapp án alvarlegra meiðsla rétt eins og Goodman.
Giuliani segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og hann hafi upplifað „versta sársauka sem hann hefur á ævi sinni fundið“.
Við rannsókn á sjúkrahúsi kom í ljós að borgarstjórinn fyrrverandi var með brot á brjósthryggjarlið og tognun á handlegg og fótlegg. Þá var hann með skrámur og marbletti hér og þar.
„Það er augljóst að Guð var mjög, mjög góður við okkur. Hann gætti okkar,“ sagði Giuliani í netþætti sínum, Americas Mayor Live.