fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Pressan

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Pressan
Mánudaginn 22. september 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðið á Charlie Kirk, íhaldssömum áhrifavaldi, er stærsta fréttamálið í Bandaríkjunum þessa dagana. Skautun milli hægri- og vinstrimanna hefur aukist gríðarlega og margir geta um fátt annað hugsað. Spurningin sem brennur á öllum er hvers vegna var Kirk myrtur og hvaða hugmyndafræði er hægt að kenna um það.

Yfirvöld hafa berum orðum tekið fram að Robinson hafi verið vinstrisinnaður. Hann taldi Kirk vera að dreifa hatri og að það þyrfti að stöðva hann. Ekki hefur verið tekið fram hvaða hatri Kirk átti að hafa dreift en gefið hefur verið til kynna að Robinson hafi verið ósáttur með afstöðu Kirk gagnvart trans fólki og hinsegin samfélaginu, en Robinson er tvíkynhneigður og sagður í sambandi við trans konu.

Lögreglan hefur nú birt samtal milli Robinson og herbergisfélaga hans, sem hann er sagður hafa átt í ástarsambandi við. Samtalið hefur vakið töluverða athygli en hefur einnig vakið tortryggni. Sumir hægrimenn vilja ekki trúa því að Robinson hafi verið einn að verki, að herbergisfélagi hans hafi ekki vitað hvað var í vændum og að hvorki ísraelska leyniþjónustan Mossad eða öfgavinstri-hreyfingin ANTIFA hafi komið við sögu. Vinstrimenn telja að samtalið sé uppspuni sem lögreglan hafi falsað til að selja að Robinson hafi verið vinstrimaður.

Samsæriskenningarliðar á báðum pólitísku vængjum bandarískra stjórnmála hafa bent á að samtalið sé ósannfærandi út af talsmátanum. Bæði Robinson og herbergisfélaginn eru af Z-kynslóðinni en samsæriskenningaliðar elja að ungt fólk tjái sig ekki með þessum hætti.

„Hver í fjandanum kallar bílinn sinn ökutæki [e. vehicle]?,“ skrifar einn tortrygginn á Reddit og annar bætir við: „Enginn af Z-kynslóðinni tjáir sig svona í skilaboðum“

Of hentugt og snyrtilegt

Fjölmarga þræði er að finna um þetta meinta samsæri á samfélagsmiðlum og þá einkum á reddit. Þar velta menn því fyrir sér hvers vegna lögregla myndi yfir höfuð birta samtalið þegar rannsókn er enn á byrjunarstigi. Aðrir hafa þó bent á að þarna er ekki um eðlilegt samtal að ræða. Þarna sé maður í uppnámi að tjá sig á sama tíma og hann er að reyna að komast upp með morð. Eins sé erfitt að ímynda sér að lögreglan myndi falsa samtalið þar sem slíkt myndi óhjákvæmlega komast upp í málinu þar sem verjendur Robinson munu fá aðgang að öllum gögnum, að því svo ógleymdu að bæði Robinson og herbergisfélagi hans eru á lífi og gætu vitnað um að samtalið væri falsað ef svo væri.

Samsæriskenningin lifir samt góðu lífi og er til dæmis til umræðu í hópi á Reddit þar sem áhugamenn um málvísindi velta henni fyrir sér. Þar telja margir að orðanotkunin í samtalinu bendi ekki til þess að þar séu ungmenni sem elska tölvuleiki að ræða saman. Orðræðan bendi til þess að um lögreglumann sé að ræða. Hópur Z-kynslóðarinnar veltir einnig fyrir sér hvort aðili úr þeirra röðum myndi tjá sig með þessum hætti. Að sjálfsögðu er þetta líka til umræðu í fjölda þráða í hópi samsæriskenningarsinna.

Fyrst og fremst virðist fólki finnast samtalið of hentugt, að þarna sé hann að játa og taka fram nákvæmlega hvernig hann skildi við skotvopnið og hvers vegna hann framdi ódæðið. Þetta sé of snyrtileg afgreiðsla. Þetta sama fólk horfir þó framhjá því að það er oft þannig að sekir menn vilja játa til að friða samviskuna og að þarna er Robinson að ræða við aðila sem hann treystir sem hann biður í ofanálag um að eyða samskiptunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans