fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Pressan

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Pressan
Mánudaginn 22. september 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem grunaður er um morð á hinni sautján ára gömlu Nadege Desnoix í Frakklandi árið 1994 kom loks fyrir dóm í dag.

Um er að ræða eitt elsta óupplýsta morðmál Frakklands en lögregla komst ekki á sporið fyrr en árið 2021 – 27 árum eftir morðið.

Það var seint í maímánuði árið 1994 sem lík Desnoix fannst undir gróðri við hliðargötu sem lá að menntaskólanum hennar í bænum Chateau-Thierry. Nálægt skólatöskunni hennar fannst nælonspotti og rós.

Krufning sýndi engin merki um að brotið hefði verið með kynferðislegum hætti á Desnoix.

Lögregla fylgdi á sínum tíma eftir fjölmörgum ábendingum og beindust augu lögreglu í fyrstu að kærastanum hennar.

Þá skoðaði lögregla hvort hinn alræmdi raðmorðingi, Michel Fourniret, hefði myrt Desnoix. Fourniret þessi játaði að hafa drepið 12 manns í Frakklandi og Belgíu á árunum 1987 til 2003.

Í fréttum franskra fjölmiðla kemur fram að DNA-erfðaefni hafi fundist á fötum Desnoix, en DNA-gagnabankar grunaðra og dæmdra einstaklinga gáfu engar niðurstöður – ekki fyrr en árið 2021.

Lögregla fann þá samsvörun en nokkrum vikum áður hafði maður að nafni Pascal Lafolie verið handtekinn í tengslum við heimilisofbeldismál. Tók lögregla DNA-sýni úr honum sem kom heim og saman við DNA-sýnið sem fannst á líki Desnoix.

Lafolie, sem er 58 ára, er sagður hafa játað í fyrstu að hafa banað Desnoix, en síðan dregið játninguna til baka og segist hann nú vera saklaus.

Arnaud Miel, lögmaður móður Desnoix, er þó bjartsýnn á að sakfellt verði í málinu.

„Það er kraftaverk að við séum komin hingað,“ segir hann. Lafolie á yfir höfði sér 30 ára fangelsi verði hann fundinn sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans