Danska ríkistúvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Anette og Mike Nicolaisen, sem stofnuðu flokkinn, að það sé auðvitað langt gengið með þessu en þetta sé því miður afleiðingin af að austanvert Grænland sé í raun ekki hluti af Grænlandi.
Í maí tóku 600, af 1.800 íbúum bæjarins, þátt í mótmælagöngu gegn heimastjórninni í Nuuk en mótmælin hafa ekki skilað neinu.
Ástæðan fyrir óánægju bæjarbúa er að þeim finnst sem austanvert Grænland sé afskipt og benda til dæmis á að þar sé vaxandi atvinnuleysi, lélegir innviðir og skortur á námsmöguleikum fyrir ungt fólk en á sama tíma hafi ungt fólk úr nægum námstækifærum að velja á vesturströndinni.
Það eru um 800 kílómetrar á milli Tasiilaq og Nuuk í beinni línu yfir Grænlandsjökul.
Flutningaskip frá Íslandi kemur á 14 daga fresti yfir sumarið með matvæli og annan varning en yfir vetrarmánuðina eru engar skipaferðir.