fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Pressan
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 20:00

Catherine Hoggle og börn hennar tvö sem hún er ákærð fyrir að hafa myrt. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari í máli gegn Catherine Hoggle, konu í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, sem er ákærð fyrir að hafa myrt tvö börn sín sem hurfu árið 2014, segir að Catherine hafi grínast á hópþerapíufundi með að kyrkja börnin sín. Þetta hafi hún gert með handahreyfingum. Samkvæmt saksóknaranum átti þerapían sér stað rétt eftir að Catherine hafði í raun myrt börn sín.

Daily Mail greinir frá. Catherine var handtekin síðastliðinn föstudag og ákærð fyrir að hafa árið 2014 myrt þriggja ára dóttur sína, Söru, og tveggja ára son sinn Jacob.

Catherine hefur strítt við geðræn vandamál um árabil en hún var handtekin og ákærð rétt eftir að hún var útskrifuð af geðsjúkrahúsi.

Saksóknari í Montgomery sýslu í Maryland segir að eiginmaður hafi verið með Catherine á umræddum hópþerapíufundi og hafi fundurinn átt sér stað nokkrum klukkustundum eftir dauða barnanna. Hafi Catherine sýnt kyrkingartak með höndum sínum og síðan sagt að hún væri að grínast. Saksóknarinn mælti gegn því að Catherine yrði látin laus gegn tryggingu á grundvelli þess að hún ætti þriðja barnið sem hún gæti mögulega unnið mein ef hún gengi laus.

Börnin hafa aldrei fundist

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sást Catherine síðast með son sinn Jacob þann 7. september en þá ók hún burtu með hann frá heimili þeirra. Þegar hún kom aftur heim sagðist hún hafa skilið Jacob eftir í gistingu hjá vinafólki. Lögregla segir að hún hafi síðan farið með Söru af heimilinu síðar um kvöldið.

Börnin hafa aldrei sést síðan. Lögregla telur að þau hafi verið myrt, líklega kyrkt, og lík þeirra skilin eftir í ruslagámi.

Catherine er sögð hafa ætlað að nema eldri bróður barnanna á brott (hann var þá fimm ára) þar sem hann beið eftir skólabíl, en faðir drengsins hafi gripið þar inn í og komið í veg fyrir það.

Hún var síðan ákærð fyrir morð árið 2017 en dómari úrskurðaði að hún væri ekki fær um að gangast undir réttarhöld sökum geðræns ástands síns og að hún ætti að gangast undir geðmeðferð.

Núna hefur hins vegar ný ákæra verið gefin út og Catherine Hoggle bíður réttarhalda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Í gær

18 ára handtekinn fyrir að skrifa „uppreisnarorð“ á klósettvegg

18 ára handtekinn fyrir að skrifa „uppreisnarorð“ á klósettvegg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“