fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Pressan

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Pressan
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 21:30

Victoria Fowell, James Dinsdale og Margaret Dinsdale.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er stundum haldið fram að það sem gerist í Las Vegas verði eftir í Las Vegas. Það á vafalítið stundum við en ekki í tilfelli tveggja breskra kvenna sem reyndust báðar vera giftar bókaranum James Dinsdale þegar hann lést í október 2020.

Konurnar standa nú í hatrammri erfðadeilu fyrir breskum dómstólum um tæplega 300 milljóna króna auð James.

James var 55 ára þegar hann lést af völdum krabbameins og var hann þá í sambandi með konu að nafni Margaret Dinsdale. Margaret, rúmlega fertugur snyrtifræðingur, gekk í hjónaband með James í Las Vegas árið 2017.

Það var svo eftir andlát James að Margaret fór að ganga frá málum eiginmannsins að í ljós kom að hann var enn lagalega giftur fyrri konu sinni, tannlækninum Victoriu Fowell.

Hann hafði líka kvænst Victoriu í Las Vegas, árið 2012, en gerði þau mistök, áður en hann kvæntist Margaret, að ganga ekki frá skilnaðinum við Victoriu þó þau hefðu vissulega skilið nokkru fyrr.

Margaret segist hafa staðið í þeirri trú að hún myndi erfa hann sjálfkrafa, en þar sem ekki var búið að ganga frá fyrri skilnaði reyndist síðara hjónabandið ógilt.

James var ekki búinn að gera erfðaskrá fyrir andlát sitt auk þess að starfa sem bókari stundaði hann fjárfestingar. Átti hann til að mynda fasteignir í miðborg Lundúna sem hann hafði hagnast töluvert á.

Samkvæmt lögum eru Victoria og sonur James, William Dinsdale, erfingjar hans en Margaret hefur nú höfðað mál fyrir dómstólum í London þar sem hún krefst hlutdeildar í arfinum. Byggir hún kröfu sína á þeim forsendum að hún hafi gifst James í góðri trú og hún hljóti að teljast „maki” hans samkvæmt erfðalögum.

Í umfjöllun breskra fjölmiðla er haft eftir Margaret að hún hafi engar upplýsingar haft um fyrra hjónaband James og að hún hafi verið fjárhagslega háð honum, þar sem hún hætti í vinnu sinni til að hugsa um hann í veikindum hans.

Dómari hefur nú samþykkt að Margaret megi teljast maki samkvæmt gildandi erfðalögum frá árinu 1975 og að hún eigi rétt á að fá málið tekið fyrir. Þá ákvað dómari að hún fái 50 þúsund pund úr dánarbúinu til standa straum af lögfræðikostnaði vegna málsins. Búist er við því að nokkrir mánuðir hið minnsta muni líða þar til niðurstaða fæst í málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband
Pressan
Í gær

18 ára handtekinn fyrir að skrifa „uppreisnarorð“ á klósettvegg

18 ára handtekinn fyrir að skrifa „uppreisnarorð“ á klósettvegg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“