Sviss er er upprunaland margra af frægustu lúxusvörumerkja heims og stór útflytjandi á rándýrum lúxusvarningi og auðvitað varningi sem er í verðflokkum sem henta almenningi betur.
Sviss fékk á sig fjórðu hæstu tollana hjá Trump, aðeins Laos, Mjanmar og Sýrland lentu í hærri tollflokkum, 40-41%.
Karin Keller-Sutter, forseti Sviss, sagði á föstudaginn að tollarnir hefðu komið mjög á óvart því samningamenn hefðu náð samkomulagi við bandarísku samninganefndina um lægri tolla en svo virðist sem Trump hafi ekki samþykkt þann samning.
Hún sagði að reynt verði að finna lausn á þessu og hún geti ekki sagt til um niðurstöðuna en ljóst sé að þetta muni koma illa við svissneskt efnahagslíf.
The Independent segir að viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna við Sviss hafi verið neikvæður upp á 38,5 milljarð dala á síðasta ári og sé það 57% aukning frá 2023.