fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Fékk ekki aðalhlutverkið i Titanic vegna smábeiðni frá Cameron

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynd James Cameron, Titanic, var ein stærsta mynd ársins 1997 og eins og kvikmyndaáhugamenn vita fóru Kate Winslet og Leonardo DiCaprio með aðalhlutverkin.

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey var þó næstum búinn að landa aðalhlutverkinu, en hann mætti í áheyrnarprufur hjá Cameron.

Í bók Jon Landau, framleiðanda myndarinnar, The Bigger Picture, sem kemur út 4. nóvember næstkomandi, segir Landau frá áheyrnarprufunni. Landau lést 5. Júlí 2024, en lokafrágangur á bókinni var gerð eftir andlát hans.

„Við fengum Matthew til að gera atriði með Kate. Maður vill kanna kemestríuna á milli fólks, ekki bara hvernig fólk lítur út á upptöku heldur hvernig það hefur samskipti,“ skrifar Landau í endurminningum sínum.

„Kate var heilluð af Matthew, nærveru hans og sjarma. Matthew lék senuna með drungalegum rómi.“

Þegar McConaughey talaði með suðrænum hreim, sagði Cameron við hann: „Þetta er frábært,“ en bætti við: „Nú skulum við prófa þetta á annan hátt.“

Landau heldur því fram að McConaughey hafi sagt við Cameron þegar hann bað hann að breyta hreimnum: „Nei. Þetta var nokkuð gott. Takk,“ sem kostaði hann hlutverkið.

Matthew McConaughey

DiCaprio var líka með vesen, en Camereon sagði frá því í viðtali við GQ árið 2022 að þegar hann bað DiCaprio, um að lesa handritið í óvæntri prufutöku, hefði DiCaprio svarað: „Ó, ég fer ekki í prufur.“

Þegar Cameron lét hann hins vegar vita að ef hann tæki ekki prufu, þá fengi hann ekki hlutverkið, samþykkti DiCaprio treglega að fara í gegnum nokkrar línur og sló í gegn í áheyrnarprufunni.

„Kate varð yfir sig heilluð og ég hugsaði með mér: „Allt í lagi, hann er gaurinn.““ 

James Cameron
DiCaprio og Winslet í hlutverkum sínum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vatn eða kolsýrt vatn? – Þetta er munurinn fyrir líkamann

Vatn eða kolsýrt vatn? – Þetta er munurinn fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins