Metro segir að aðgerðin hafi farið fram á læknastofu sem heiti CINIK og sé í Besiktas hverfinu í Istanbúl.
Manninum fór að líða illa eftir aðgerðina að sögn OdaTV.
Talsmaður læknastofunnar sagði í samtali við Metro að manninum hafi óvænt farið að líða illa áður en aðgerðin hófst, það hafi átt sér stað á undirbúningsstigi hennar.
Talsmaðurinn sagði að allar viðeigandi og nauðsynlegar rannsóknir hafi verið gerðar áður en aðgerðin hófst og hafi svæfingalæknir haft yfirumsjón með þessu.
Maðurinn var síðan fluttur í skyndi á sjúkrahús og lagður inn á gjörgæsludeild. Læknum tókst því miður ekki að bjarga lífi hans.
Tyrkneska lögreglan og heilbrigðisyfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu.