Húsið er þó ekki lengur í eigu Jordan, honum tókst loks að selja það í desember eftir að hafa verið með það á sölu í 12 ár.
Fasteignamógúllinn John Cooper keypti húsið og greiddi 9,5 milljónir dollara fyrir það. Hann leigir húsið nú út í gegnum Airbnb að sögn The Athletic.
Húsið er númer 23, það var einmitt númer Jordan þegar hann lék með Chicago Bulls, og þar eru sjö svefnherbergi, sautján baðherbergi, bíósalur, líkamsrækt, vindlastofa, poolborð og saltvatnsfiskabúr. Svo er auðvitað sundlaug, fiskatjörn og körfuboltavöllur.
Leigutakar verða að skrifa undir þagmælskuákvæði og greiða tryggingu upp á sem nemur 3,2 milljónir króna.
Þá má ekki halda partý eða viðburði í húsinu og hámarksgestafjöldi er tólf. Það er óheimilt að vera með gæludýr þar.
Lágmarksdvöl er sjö nætur og kostar hún litlar 15,5 milljónir.