fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Pressan

Dularfull ofursnekkja með vatnsþéttan peningaskáp hefur verið hífð af hafsbotni – Spurningarnar hlaðast upp – Myndband

Pressan
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 07:00

Snekkjan hífð upp. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfull ofursnekkja var nýlega hífð upp af hafsbotni undan norðurströnd Sikileyjar en þar sökk hún í ágúst á síðasta ári. Niðurstöður rannsókna Ítala og Breta á málinu eru gjörólíkar en vonast er til að ný svör fáist nú þegar búið er að hífa snekkjuna upp.

Breski milljarðamæringurinn Mike Lynch, sem auðgaðist í tæknigeiranum, hafði boðið vinum og fjölskyldu sinni í frí á snekkjunni, Bayesian sem er 56 metra löng, í ágúst á síðasta ári. Hann hafði nýlega verið sýknaður í stóru fjársvikamáli sem hafði hangið yfir höfði hans í rúmlega tíu ár. Þessu átti að fagna með glæsibrag en þess í stað endaði veislan sem martröð.

Mjög heitt var í Miðjarðarhafinu dögum saman og veðurviðvörun var gefin út fyrir 19. ágúst, mjög slæmu veðri var spáð.

Skipstjórinn, sem hafði 11 manna áhöfn sér til aðstoðar, ákvað því að kasta akkerum tæplega 500 metrum undan strönd hafnarbæjarins Porticello kvöldið áður en óveðrið átti að skella á.

Samkvæmt skýrslu bresku slysarannsóknarnefndarinnar fór skipstjórinn í rúmið og bað háseta um að vekja sig ef snekkjuna færi að reka eða ef vindurinn  færi yfir 20 hnúta.

Snekkjan fór að halla um nóttina og hásetinn hélt að hún væri farin að reka  og vakti því skipstjórann um klukkan 4. Hann reyndi strax að ræsa vélina og stýra snekkjunni upp í vindinn en það var um seinan.

Áður en vélin komst almennilega í gang, var vindurinn kominn upp í 70 hnúta og klukkan 04.06 rak snekkjuna 90 gráður á stjórnborða á nokkrum sekúndum. Fólk, húsgögn og lausir munir flugu um allt og það slökknaði á ljósavélunum.

Eftir það voru aðeins ljós á batterísknúnum neyðarljósum. Fólk kastaðist til í myrkrinu á meðan það reyndi að komast upp frá lægri hlutum snekkjunnar. Háseti féll fyrir borð. Skömmu síðar byrjaði sjór að streyma inn stjórnborðsmegin og á nokkrum sekúndum fyllti hann stigana niður á tvær neðstu hæðirnar.

Klukkan 04.17 sökk snekkjan.

Þeir farþegar og áhafnarmeðlimir, sem komust út úr snekkjunni, ríghéldu í brak á yfirborði sjávar áður þeir komust í björgunarbát. Fiskibátur kom síðar að björgunarbátnum og bjargaði fólkinu.

Af 12 áhafnarmeðlimum og 10 farþegum, komust 15 lífs af. Mike Lynch og átján ára dóttir hans, viðskiptafélagar hans, þeir Jonathan Bloomer og Christopher Morvillo, og eiginkonur þeirra og kokkur snekkjunnar fórust öll.

Skammt frá Bayesian lá miklu minni bátur, Sir Robert Baden Powell, sem komst óskaddaður í gegnum óveðrið því skipstjóranum tókst að ræsa vél hans tímanlega.

Mismunandi útskýringar

Gríðarlegar bótaupphæðir geta verið í spilinu varðandi málið en upphæð þeirra byggist á hver verður dreginn til ábyrgðar fyrir slysið.

En niðurstöður bresku og ítölsku rannsóknarinnar eru mjög ólíkar. Bretarnir komust að þeirri niðurstöðu að um óhapp hafi verið að ræða og að ábyrgðin liggi hjá fyrirtækinu Perini Navi sem hannaði og smíðaði skútuna sem var með heimsins hæsta álmastur. Bretarnir segja að skútan hafi verið með margar „veika punkta“ þegar hún sigldi fyrir vélarafli í miklum vindi.

Ítölsk yfirvöld hafa allt aðra sýn á málið og áður en búið var að ná síðasta líkinu úr skútunni, byrjuðu ítalskir saksóknarar að rannsaka málið sem hugsanlegt manndráp.

En báðar rannsóknirnar eru enn í gangi og nú beinast þær að skipstjóranum og tveimur áhafnarmeðlimum sem eru grunaðir um að hafa brugðist rangt við í þeim aðstæðum sem upp komu og hafi þar með átt hlut að máli varðandi dauða sjö manns.

Þrjár dularfullar tilviljanir

Málið er hlaðið ótrúlegum og dularfullum smáatriðum en þrjú atriði, sem engin svör hafa fengist við, standa upp úr og hafa vakið mikla athygli fjölmiðla, rannsakenda og fólks sem hneigist til samsæriskenninga.

Það fyrsta er fjársvikamálið sem hékk yfir höfði Mike Lynche árum saman. Málið snýst um söluna á Autonomy, sem var talið vera eitt besta breska tæknifyrirtæki sögunnar. Málið hefði getað kostað Lynch 11 milljarða dollar og allt að 20 ára fangelsi í Bandaríkjunum en eins og áður sagði var hann sýknaður skömmu áður en snekkjan sökk.

Tveimur dögum eftir slysið, sögðu fjölmiðlar frá nýju andláti víðs fjarri slysstaðnum. Stephen Chamberlain, fyrrum aðstoðarforstjóri Lynch, var ekinn niður þegar hann var úti að hlaupa á Englandi. Hann lést af völdum áverka sinna.

Mánuði eftir að snekkjan sökk, skýrðu rannsakendur frá því að vatnsþéttur peningaskápur, sem innihélt ofurkóðaða harða diska með leynilegum upplýsingu, væri í snekkjunni sem lá á 50 metra dýpi. Af þessum sökum var vakt höfð við skipið af ótta við að Rússar eða Kínverjar myndu reyna að komast að því til að ná diskunum.

Síðan þá hefur ekki heyrst meira um vatnsþétta peningaskápinn.

Bayesian var nýlega hífð upp af sjávarbotni og stendur nú við höfnina í Termini Imerese á Sikiley.

La Repubblica hefur eftir rannsakendum að það sé enn óleyst gáta af hverju sjór komst í snekkjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

8 merki þess að þú ættir að velja annan veitingastað að sögn sérfræðinga

8 merki þess að þú ættir að velja annan veitingastað að sögn sérfræðinga
Pressan
Í gær

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál