The Independent segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi skrif piltsins verið hatursfull og móðgandi í garð ríkisstjórnar Hong Kong og hafi falið í sér hvatningu til annarra um að brjóta lög er varða þjóðaröryggi.
Ef pilturinn verður sakfelldur fyrir þetta á hann allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sér.
Lögreglan hefur varað almenning við því að brjóta umrædd lög og hefur vakið athygli á að sjö ára fangelsi geti legið við fyrsta broti á þeim.