fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Pressan
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 08:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Skjáskot/Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður, sem segist hafa orðið að athlægi eftir að bíll á vegum Google Street View myndaði hann nakinn í garði hans, fær 1,5 milljónir í bætur vegna málsins.

The Mirror skýrir frá þessu og segir að dómstóll í Buenos Aires í Argentínu hafi dæmd Google til að greiða manninum bætur þar sem fyrirtækið hafi brotið gegn einkalífi hans.

Bíll á vegum Google var að taka myndir af litlum bæ í Buenos Aires héraði og tók meðal annars mynd af manninum þar sem hann var nakinn á veröndinni við heimili sitt. Myndirnar voru birtar á Internetinu.

Maðurinn, sem er lögreglumaður, sagðist hafa staðið bak við tveggja metra háan vegg þegar myndin var tekin af honum en þetta gerðist 2017. Honum til mikillar skelfingar fór myndin á mikið flug á samfélagsmiðlum og einnig var fjallað um hana í sjónvarpi.

Maðurinn ákvað því að leita réttar síns fyrir dómi og sagðist hafa orðið að athlægi vegna málsins.

Hann tapaði málinu á fyrsta dómstigi og sagði dómstóllinn að það hafi verið manninum að kenna að hann náðist nakinn á mynd því hann hafi „gengið um garðinn sinn, ósæmilega til fara“. Dómarinn sagði einnig að „eini aðilinn sem getur borið kennsl á nakta manninn, er maðurinn sjálfur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“