fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

„Drapst á staðnum“ – Ungt barn beit kóbraslöngu til bana

Pressan
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 03:17

Kóbraslanga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins árs drengur, Govinda að nafni, var nýlega bitinn af kóbraslöngu þar sem hann var að leik í bænum Bettiah á Indlandi. Slangan beit hann í handlegginn en það var það síðasta sem hún gerði í þessu lífi því Govinda beit hana á móti og svo illa að hún drapst.

„Við sáum slönguna á handlegg barnsins, allir flýttu sér til hans en áður en fólk náði til hans, hafði hann bitið slönguna og drapst hún á staðnum,“ sagði amma drengsins í samtali við indverska fjölmiðla.

Eftir að drengurinn hafði bitið slönguna til bana, leið yfir hann. Hann var strax fluttur á heilsugæslustöð þar sem hann fékk viðeigandi aðstoð.

Saurabh Kumar, læknir, sagði í samtali við Times of India að það hafi orðið drengnum til bjargar að hann fékk viðeigandi meðferð mjög fljótt eftir að hann var bitinn.

Um 300 slöngutegundir lifa á Indlandi og þar af eru 60 baneitraðar og getur eitur þeirra orðið fólki að bana.

Frá 2000 til 2019 var um ein milljón manna bitin af slöngum í landinu, miðað við opinberar skrár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut