„Við sáum slönguna á handlegg barnsins, allir flýttu sér til hans en áður en fólk náði til hans, hafði hann bitið slönguna og drapst hún á staðnum,“ sagði amma drengsins í samtali við indverska fjölmiðla.
Eftir að drengurinn hafði bitið slönguna til bana, leið yfir hann. Hann var strax fluttur á heilsugæslustöð þar sem hann fékk viðeigandi aðstoð.
Saurabh Kumar, læknir, sagði í samtali við Times of India að það hafi orðið drengnum til bjargar að hann fékk viðeigandi meðferð mjög fljótt eftir að hann var bitinn.
Um 300 slöngutegundir lifa á Indlandi og þar af eru 60 baneitraðar og getur eitur þeirra orðið fólki að bana.
Frá 2000 til 2019 var um ein milljón manna bitin af slöngum í landinu, miðað við opinberar skrár.