Mary J. Scourboutakos, lektor í læknavísindum við University of Toronto í Kanada, sagði í samtali við The Conversation að besta leiðin til að herma eftir þessu fræga megrunarlyfi sé að vera með áætlun um hvernig á að léttast.
Hún sagði að áætlunin eigi að byggjast á nýjustu vísindalegu þekkingunni og rannsóknum og eigi ekki eingöngu að vera ný og bætt aðferð til að telja hitaeiningar. Það eigi einnig að nota sömu líffræðilegu eiginleikana og hið vinsæla megrunarlyf notast við.
Það sem á að borða
Trefjar, sem er aðallega að finna í matvælum á borð við baunir, grænmeti, grófu korni, hnetum og fræjum, eru þau næringarefni sem auka magn GLP-1 mest. Þegar þeir milljarðar baktería, sem lifa í þörmunum, láta trefjarnar gerjast, myndast aukaafurð sem nefnist stuttkeðju fitusýrur en þær örva framleiðslu GLP-1.
GLP-1 er náttúrulegt hormón sem losnar úr þörmunum eftir máltíðir og hefur margvísleg áhrif á stjórnun glúkósa og matarlystina.
Það getur verið skýringin á að mikil trefjaneysla virðist koma að miklu gagni við þyngdartap og það án þess að fólk þurfi að horfa magn hitaeininga sem það innbyrðir.
Einómettaðar fitusýrur, sem eru í ólífu- og lárperuolíu, eru einnig efni sem auka magn GLP-1.