fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

8 merki þess að þú ættir að velja annan veitingastað að sögn sérfræðinga

Pressan
Mánudaginn 4. ágúst 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðir geta verið eins ólíkir og þeir eru margir, staðir sem hafa engar stjörnur geta samt verið góðir alveg eins og fínni veitingastaðir eiga það ekki til að standast væntingar.

Samkvæmt sérfræðingum ættu þó allir veitingastaðir að uppfylla ákveðin skilyrði og ef þessi viðvörunarmerki klingja þá bendir það til að veitingastaður eigi í vandræðum með að uppfylla þjónustu, gæði eða menningu.

Engin stjórnun

„Frábærir stjórnendur eru sýnilegir,“ segir Salar Sheik, veitingaráðgjafi með aðsetur í Los Angeles, við Fox News Digital. „Þeir þjónusta á borð, styðja við starfsfólk og halda orkunni uppi.“

Auk rekstrarlegra verkefna eins og að vinna með söluaðilum og stjórna birgðum, ættu stjórnendur að heilsa viðskiptavinum, taka við ábendingum þeirra og aðstoða þjóna eftir þörfum.

„Ef þú getur ekki séð hver er í forsvari fyrir staðinn, gæti það verið vegna þess að enginn er það,“ segir Sheik

Veitingastaðurinn er fullur af „áhrifavöldum“

Þó að sýnileiki veitingastaða á samfélagsmiðlum geti styrkt ímynd veitingastaðarins og laðað að viðskiptavini, benda sérfræðingar á að „áhrifavaldar“ gætu verið að fá fría máltíð eða sérstaka meðferð.

„Þegar hver einasta færsla eða umsögn er frá einhverjum sem fékk boð, get ég ekki treyst viðkomandi,“ segir Candy Hom, matreiðslugagnrýnandi, leiðsögumaður og kokkur frá Atlanta, við Allrecipes.

Sífelldar upptökur og matarmyndatökur geta einnig dregið úr upplifun annarra viðskiptavina.

„Ef staðurinn lítur frekar út eins og myndatökusett sett en staður til að njóta með sínu fólki, þá eru líkur á að upplifunin sé byggð meira fyrir samfélagsmiðla en gestina,“ segir Sheik.

Staðurinn er tómur

Veitingastaður með fáa gesti getur einnig leitt til minni hreyfinga á birgðum og þar af leiðandi til færri ferskra hráefna. Samhengi skiptir máli að sögn Sheik, en varast ber veitingastaði sem eru tómir á háannatíma.

„Staðirnir sem eru stöðugt tómir benda oft til þess að traust samfélagsins til þeirra sé lítið, hvort sem það er vegna lélegrar þjónustu, minnkandi gæða eða óstjórnar,“ samkvæmt Sheik.

Starfsfólkið rífst við þig

Viðskiptavinurinn hefur kannski ekki alltaf rétt fyrir sér, en sérfræðingar segja að starfsmaður sem þrætir við viðskiptavinir geti verið merki um lélega þjónustu og sundrungu innan teymisins.

„Ef þeir klúðra einhverju ættu þeir að reyna að bæta fyrir það,“ sagði Hom við Allrecipes.

Það er komið illa fram við starfsfólkið

„Ef ég heyri og les um starfsfólk sem aftur og aftur fullyrðir að vinnuumhverfið sé ekki gott og að stjórnunarvandamál séu í gangi,  þá tek ég það alvarlega,“ sagði Nadia Chaudhury, ritstjóri hjá Eater, við Allrecipes.

Sheik sagði að það væru líka merki sem vert væri að fylgjast með á veitingastaðnum.

„Ef þú heyrir stjórnendur tala niður til starfsfólks fyrir framan gesti, ef þjónninn virðist greinilega kvíðinn eða hræddur við að gera mistök, eða ef það er engin jákvæð orka, enginn persónuleiki, ekkert bros, þá þýðir það oft að menningin á vinnustaðnum er eitruð eða starfsfólki er refsað fyrir mistök.“

Hreinlæti er ábótavant

Klístraðir matseðlar og óhrein áhöld eru nógu slæm, en Sheik bendir á að salernin eru hinn raunverulegi prófstein á hreinlæti.

„Ef salernið er ekki hreint, þá get ég fullvissað ykkur um að eldhúsið er ekki háð ströngustu kröfum,“ sagði hann. Hreinlæti er einn af þeim þáttum sem hægt er að stjórna best í rekstri veitingastaðar, bætti hann við. „Ef teyminu tekst ekki að takast á við það, þá er líklegt að því mistakist líka í mun flóknari hlutum.“

Þjónar þekkja ekki matseðilinn

„Ef þjónninn þarf að giska á hráefni eða bera hverja einustu spurningu gesta undir aðra starfsmenn, þá bendir það til lélegrar þjálfunar og skorts á stolti yfir vörunni,“ segir Sheik.

Þekking á matseðlum er lykilatriði til að veita gestum nákvæmar upplýsingar um ofnæmisvalda og bæta heildarupplifun þeirra, samkvæmt Toast, stjórnunarkerfi fyrir veitingastaði

Þú ert að fá of mikla athygli

Ef þú ert að fá of mikla athygli getur það verið merki um vandamál.

Sérfræðingar fullyrða að þjónar ættu að vera að upplýsa gesti, ekki að áreita þá.

„Söluábendingar eru hluti af starfinu,“ segir Sheik. „En þegar þetta virðist vera eins og eftir handriti eða örvæntingarfullt, þýðir það oft að veitingastaðurinn á í erfiðleikum með að ná árangri og er að ýta undir frekari sölu á kostnað ósvikinnar gestrisni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 3 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 5 dögum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum

Japönsk yfirvöld óttast að sonur leiðtoga sarín-söfnuðarins stýri nýjum hryðjuverkasamtökum