Hljóðið var oft eins og tónlist og oft gekk þessi 46 ára þriggja barna móðir að útvarpinu til að slökkva á því en uppgötvaði þá að það var slökkt á því og hljótt í húsinu. „Þegar ég gekk að því til að slökkva sá ég að það var ekki kveikt á því,“ sagði hún að sögn Independent. Því næst taldi hún að dóttir hennar væri að hlusta á tónlist í herberginu sínu en svo var ekki.
Það var bara Dawn sem heyrði tónlistina og hélt að hún væri að klikkast þar til hún leitaði til læknis og fékk að vita hvað var að henni en það liðu tvö ár þar til sú greining lá fyrir.
Í fyrstu töldu læknar að hún þjáðist af svokölluðum Méniéres-sjúkdómi en hann tengist eyrum fólks og getur valdið svima, heyrnartapi og öðrum undarlegum einkennum. En í ljós kom að ekki var um þennan sjúkdóm að ræða.
Heilasneiðmynd sýndi að þessi dularfulla tónlist átti rætur að rekja til æxlis í heila Dawn. Það var einmitt á þeim stað þar sem það olli ofheyrnum. Læknum tókst að fjarlægja æxlið og þar með losnaði Dawn við tónlistina úr höfði sér.