fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Pressan
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 13:30

Mynd: Pexels.com.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir nokkur, Paige af nafni, var spennt yfir að systir hennar ætti von á stúlkubarni. Paige fékk myndir úr sónarskoðuninni og hengdi þær spennt upp á korktöflu í eldhúsinu heima hjá sér. Hún varð þó ráðvillt þegar tveggja ára sonur hennar var allt annað en spenntur yfir myndunum.

„Of hátt,“ lýsti hann yfir og hélt fyrir eyrun í hvert skipti sem hann gekk fram hjá myndinni.

Paige deildi myndbandi á TikTok af viðbrögðum sonarins og spurði netverja hvort einhver vissi hvað væri í gangi. Yfir 21 milljón áhorf eru á myndbandið.

Paige segir að sonur hennar sé tónlistargjarn, dreginn að söng, hljóðum og hljóðfærum, en þetta væri öðruvísi.

„Man hann eftir að hafa verið í móðurkviði og að ómskoðunin væri hávær?“ velti hún fyrir sér upphátt. „Sér hann hljóðbylgjurnar á myndinni? Hvernig veit hann að hljóð skapaði þessa mynd?“

Í myndbandinu má sjá Paige setja myndina ofan í skúffu. „Þetta er betra,“ segir sonur hennar.

@paigeatcascadeAnyone know what’s going on in his brain?!

♬ original sound – Fitness Paige | PT

Í athugasemdum við myndbandið er fljótt bent á skýringu: samskynjun.

Á Vísindavefnum segir um samskynjun:

Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skynfæri er um samskynjun að ræða. Jafnframt getur samskynjun átt sér stað þannig að áreiti af ákveðnu tagi valdi skynhrifum sem tengjast almennt annars konar áreiti þótt um sama skynfæri geti verið að ræða.

Eitt algengasta dæmið um samskynjun er að sjá bókstafi, tölustafi og orð í litum. Þegar við horfum á stafinn V sjáum við ákveðna lögun sem við tengjum þessum bókstaf og notum til að þekkja stafinn. Sumt fólk sér hins vegar líka ákveðinn lit, til dæmis grænan, sem það tengir stafnum V. Hann er þá í huga þess grænn bókstafur, væntanlega ásamt ýmsum öðrum stöfum.

Þessi skynhrif eru ekki kölluð fram viljandi af viðkomandi einstaklingum, heldur blasir litur bókstafsins við þeim á sama hátt og lögunin blasir við okkur hinum. Þannig hafa börn með tilhneigingu til samskynjunar oft ergt sig á því að tré- eða plastbókstafir, til dæmis þessir segulmögnuðu sem settir eru á kæliskáp, væru í röngumlitum.

Rétt er að benda á að samskynjun virðist einstaklingsbundin; þannig ber til dæmis ekki öllum með litasamskynjun saman um það hvaða stafur hafi hvaða lit. Enn fremur virðast skynhrifin sjálf vera ólík; sumum finnst þannig að samskynjunarlitirnir séu í umhverfinu, til dæmis að rauð slikja umlyki tiltekinn bókstaf, á meðan öðrum finnst liturinn einungis vera í huga sér. Þó er þetta fólk yfirleitt samkvæmt sjálfu sér, til dæmis finnst því almennt að bókstafur hafi sama lit og hann hafði mörgum mánuðum fyrr.

Þótt sonur Paige hafi ekki verið opinberlega greindur með samskynjun, þá vakti myndbandið athygli þúsunda álitsgjafa sem annað hvort lifa með einkenninu, hafa orðið vitni að því eða eru að ala upp börn sem hafa það.

„Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur … Samskynjunarupplifanir geta í raun verið auðgandi og skapandi innblásandi,“ sagði sálfræðingur Tanya Forster við Kidspot. „Forðastu fordóma eða gagnrýni og reyndu að afla upplýsinga og skilja upplifun þeirra. Ef þú ert óviss, ef þú heldur að einkennið gæti verið hluti af víðtækara áhyggjuefni eða ef það veldur barninu þínu vanlíðan, geta sérfræðingar eins og sálfræðingar eða barnalæknar hjálpað. Heimilislæknirinn þinn getur líka verið góður staður til að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda