fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Geta hundar verið myrkfælnir?

Pressan
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 11:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að myrkfælni þá er enginn munur á okkur mannfólkinu og hundum. Hundar geta sem sagt verið myrkfælnir og eru því lítt hrifnir af dimmum svæðum og umhverfi.

Mest áberandi merkið um myrkfælni hjá hundi er að hann vælir og leitast í að vera nálægt fólki þegar hann er í myrkri.

Það er hægt að hjálpa hundinum til að hann verði fær um að þola myrkrið, bæði heima við og utan heimilisins.

Fyrst þarf að finna ástæðuna fyrir myrkfælninni. Það er auðvitað misjafnt hvað veldur henni. Næturmyrkrið getur kveikt hana hjá sumum hundum en hjá öðrum eru það framandi aðstæður, til dæmis í göngum, sem kveikja myrkfælnina.

Óháð því hversu mikið myrkfælnin leggst á hundinn þinn, þá þarftu alltaf að sýna honum ást, skilning og hlýju. Þetta á einnig við á nóttinni.

Þeim mun meira sem þú veist um hegðun hundsins þíns, þeim mun auðveldara er að hjálpa honum. Þú getur byrjað á að búa til öruggt og gott svefnumhverfi fyrir hann í öðru herbergi. Gott er að velja stað sem er nærri þér eða öðrum í fjölskyldunni og það getur verið gott að láta svefnstað hundsins vera nærri hitagjafa. Það róar andlega varnarstöðu hans og myrkrið fer ekki eins illa í hann andlega.

Það geta verið tengsl á milli myrkurs og lokaðra dyra sem kveikja myrkfælnina. Það er því kannski ráð að loka dyrunum inn í svefnherbergið ekki alveg. Þá finnst hundinum hann ekki vera einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ
Pressan
Fyrir 5 dögum

Drama á skemmtiferðaskipi – Stakk skipsfélaga sinn og stökk í sjóinn

Drama á skemmtiferðaskipi – Stakk skipsfélaga sinn og stökk í sjóinn