fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Pressan
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 07:30

Trump International Hotel Las Vegas. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm stjörnu hótel glíma, eins og hótel í öðrum gæðaflokkum, við það vandamál að sumir gestanna eru svolítið þurftafrekir og telja í lagi að taka eigur hótelsins með þegar þeir yfirgefa hótelin. Það er vel þekkt að hótelgestir taki sjampó og sápur með sér þegar þeir yfirgefa hótel en sumir eru enn kræfari og taka enn stærri og dýrari hluti með sér.

CNN fjallaði  um málið og kemur fram í þeirri umfjöllun að dæmi séu um að dýnum hafi verið stolið, kaffivélum og jafnvel uppstoppuðum dýrum. Þetta kom fram í könnun sem var gerð hjá 1.157 fjögurra og fimm stjörnu hótelum.

49 hótel sögðu að dýnum hefði verið stolið frá þeim á síðustu tveimur árum. Slíkir þjófnaðir eiga sér yfirleitt stað á nóttinni þegar gestamóttakan er ekki opin. Á upptöku úr eftirlitsmyndavélum hefur fólk sést flytja dýnur úr herbergjum í lyftur og síðan út af hótelum.

Handklæði, náttsloppar og fatahengi eru öllu meðfærilegri enda er vinsælt að stela þessum hlutum. En stærri hlutir sleppa ekki, eins og dæmin með dýnurnar sýna, og voru hlutir á borð við borðtölvur og sjónvörp nefndir til sögunnar. Uppstoppað svínshöfuð freistaði gesta á hóteli í Frakklandi og hvarf það þegar gestirnir skráðu sig út.

Könnunin leiddi í ljós að þeir sem gista á fimm stjörnu hótelum hafa mestan áhuga á sjónvörpum, borðtölvum og dýnum en gestir á fjögurra stjörnu hótelum hafa mestan áhuga á fjarstýringum og rafhlöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt