fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Pressan
Föstudaginn 29. ágúst 2025 03:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar eru margir hverjir ansi hissa vegna óvenjulegra langra veikinda kennara eins í iðnskóla í Wesel í Nordrhein-Westfalen.

Konan fékk vinnu í skólanum árið 2003 þegar hún var nýútskrifuð úr námi í líffræði og landfræði. Í ágúst 2009 tilkynnti hún forföll vegna andlegra veikinda. Ekki er ofsögum sagt að úr hafi orðið mjög langar veikindafjarvistir.

Bild skýrir frá þessu og segir að svo virðist sem enginn hafi veitt því athygli næstu 16 árin að konan var enn í veikindaleyfi og fékk greidd full laun allan þennan tíma.

Konan staðfesti öðru hvoru við skólann að hún væri enn veik en stjórnendur hans virðast ekki hafa veitt því neina athygli hversu lengi hún hafði verið fjarverandi.

Nýr skólastjóri tók til starfa fyrir tíu árum. Í samtali við Bild sagðist hann aldrei hafa heyrt um þennan ósýnilega og veika kennara.

En vorið 2024 rak hann augun í að konan hefði verið í veikindaleyfi í ansi langan tíma og hófst þá rannsókn á málinu, þar á meðal hvort konan hafi verið og sé í raun og veru veik.

Nú hefur dómstóll kveðið upp úr um að konan skuli gangast undir heilbrigðisrannsókn þar sem gengið verður úr skugga um hvort hún sé vinnufær eður ei. Ef hún er ekki vinnufær, hættir hún að fá full laun og fær þess í stað mun lægri örorkubætur.

Bild segir að svo virðist að þrátt fyrir veikindaleyfið hafi konan stofnað sitt eigið fyrirtæki og hafi starfað við það.  Konan vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann Bild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra