ScienceAlert skýrir frá þessu og segir að loftsteinninn hafi fengið nafnið McDonough en það er dregið af nafni svæðisins þar sem hann lenti.
Það kom auðvitað gat á þak hússins og gólfið skemmdist þegar loftsteinninn lenti á því.
Vísindamenn tóku loftsteininn að sjálfsögðu til rannsókna og nú liggja niðurstöður rannsóknarinnar fyrir.
Hann á uppruna sinn í loftsteinabeltinu á milli Mars og Júpíters. Er talið að hann sé hluti af miklu stærri loftsteini sem brotnaði upp fyrir um 470 milljónum ára. Talið er að hann sé 4,56 milljarða ára gamall og því er hann eldri en jörðin en hún er um 4,5 milljarða ára gömul.