fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Ósætti á milli tveggja ökumanna endaði með ólýsanlegum harmleik

Pressan
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil sorg ríkir hjá aðstandendum sautján ára stúlku, Katelynn Strate, sem var skotinn til bana af ósáttum ökumanni í Louisiana í Bandaríkjunum á dögunum.

Katelynn, sem var ólétt og komin sjö mánuði á leið, var í bíl með unnusta sínum á sunnudag þegar ökumaður annarrar bifreiðar skaut úr byssu sinni á bílinn.

Ekki vildi betur til en svo að kúlan hafnaði í höfði Katelynn. Hún var flutt alvarlega særð á sjúkrahús og lést hún af sárum sínum á þriðjudag.

Læknar framkvæmdu keisaraskurð á Katelynn skömmu eftir að hún var flutt á sjúkrahús og kom heilbrigð stúlka í heiminn – á sama tíma og móðir hennar barðist fyrir lífi sínu.

Lögregla segir að eitthvað ósætti hafi komið upp á milli ökumannanna sem endaði með þessum mikla harmleik. Ökumennirnir hafi verið að elta hvorn annan og bremsa skyndilega.

Byssumaðurinn, Barry West, 54 ára, segist hafa skotið á bílinn þar sem hann taldi að einhver úr hinum bílnum hefði skotið á hann. Lögregla fann engin merki um slíkt og ekkert skotvopn fannst í bifreiðinni sem Katelynn var í.

Barry hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, ólöglegan vopnaburð og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Hann á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

„Þarna er barn sem situr eftir móðurlaust og einstaklingur sem mun líklega aldrei líta dagsins ljós aftur aftur,“ segir Gerald Sticker, sýslumaður í Tangipahoa þar sem atvikið átti sér stað. Hann bætir við að á samfélagsmiðlum hafi birst frásagnir af því að West hafi áður ekið með vafasömum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Í gær

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta