Unilad skýrir frá þessu og segir að Grok sé oft notuð til að bæta efni við færslur á samfélagsmiðlinum X eða til að leiðrétta færslu. Grok er aðgengilegt á vefsíðu Grok og í appi forritsins.
Musk kynnti nýjustu útgáfu forritsins í síðasta mánuði og sagði að greind þess á öllum sviðum væri meiri en jafngildi doktorsprófs.
En Grok tjáir sig ekki bara um vísindi eins og sjá má í mörg þúsund samskiptum, sem var lekið á netið, fólks við forritið að sögn Forbes.
Ein samskipti í þessum gagnaleka hafa vakið sérstaka athygli því í þeim setti Grok fram „nákvæma“ áætlun um hvernig sé hægt að ráða Musk af dögum. Fjölmiðlar hafa þó, af augljósum ástæðum, ekki skýrt frá innihaldi áætlunarinnar.
Í öðrum samskiptum gaf forritið ráð um hvernig er hægt að búa til sprengiefni sem jafnast á við C4 sprengiefnið og ræddi einnig um innherjaviðskipti.