fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju

Pressan
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 18:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir vísindamenn græddu nýlega svínslunga í mann. Þetta var fyrsta ígræðsla svínslunga í manneskju. Lungað starfaði í níu daga eftir ígræðsluna.

The Independent skýrir frá þessu og segir að mikil þróun hafi orðið á þessu sviði, það er að segja að græða líffæri úr dýrum í fólk, á síðustu árum. Vísindamenn hafa lengi talið það vænlegan kost að græða nýru, hjörtu og lifur úr svínum í fólk.

Vísindamenn við Guangzhou læknaháskólann græddu nýlega svínslunga í mann. Búið var að genabreyta lunganu áður en það var grætt í heiladauðann 39 ára karlmann. Þetta kemur fram í rannsókn kínversku vísindamannanna sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Medicine.

Áður en lungað var tekið úr svíninu breyttu vísindamennirnir sumum af genum svínsins sem gátu virkjað ónæmiskerfi mannsins eftir ígræðsluna.

Vinstra lunga svínsins var grætt í manninn. Áður hafði lyfjum, sem bæla ónæmiskerfið, verið sprautað í hann. Vísindamennirnir fylgdust síðan vandlega með viðbrögðum ónæmiskerfisins og virkni lungans.

Ónæmiskerfi mannsins hafnaði lunganu ekki strax og starfaði í níu daga og sýndi engin merki höfnunar eða sýkingar á þeim tíma.

Vísindamennirnir sáu hins vegar merki um skemmdir á lunganu sólarhring eftir ígræðsluna og merki um mótefnahöfnun á þriðja og sjötta degi. Þeir hættu því tilrauninni á níunda degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Í gær

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta