The Independent skýrir frá þessu og segir að Pentecost hafi verið órólegur, sveittur og hafi ruglað. Yfirmaður hans í fluginu tók eftir því í undirbúningi fyrir flugtak að Pentecost tók ekki þátt í undirbúningnum.
Hann byrjaði síðan að kvarta undan magaverkjum og sagðist þurfa að skipta um föt og læsti sig inni á salerni.
Þegar hann opnaði dyrnar, sáu vinnufélagar hans að hann var nakinn og þegar þeir bentu honum á þetta, skildi hann það ekki. Hann var færður í föt og látinn setjast í laust sæti og vera þar það sem eftir lifði ferðarinnar.
Pentecost mætti fyrir dóm í Uxbridge á Englandi í síðustu viku og játaði að hafa mætt til starfa í flugvélinni undir áhrifum fíkniefna.
British Airways hefur rekið hann úr starfi.
Dómur yfir honum verður kveðinn upp síðar.