fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

102 ára setti ótrúlegt met

Pressan
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 17:30

Fuji fjallið sést frá Tókýó. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

102 ára japanskur maður setti nýlega ótrúlegt met þegar hann kleif hæsta fjall Japan, Fuji, sem er 3.776 metrar.

Fjallið er heilagt í augum Japana og mörg þúsund manns klífa það árlega. Þegar á toppinn er komið er hægt að horfa niður í gíg þess því Fuji er eldfjall.

En hlíðin er brött og veðraskipti eru tíð á fjallinu og því verða margir frá að hverfa á leið sinni upp það. En Kokichi Akuzawa, sem er 102 ára, komst upp á topp fjallsins fyrr í mánuðinum og varð þar með elstur allra sem hafa náð á toppinn.

Japan Today skýrir frá þessu og segir að Heimsmetabók Guiness hafi staðfest að um heimsmet sé að ræða.

En Akuzawa, sem er kúabóndi, er ekkert sérstaklega upprifinn yfir afrekinu. „Ég er sex árum eldri en þegar ég komst síðast á toppinn. Ég hef verið þar og notið útsýnisins margoft, þetta var alls ekki merkilegt,“ sagði hann í samtali við AFP.

Það er ekki nóg með að Akuzawa sé 102 ára, hann glímir einnig við alvarlega hjartveiki. En með miklum æfingum og fjölda gönguferða, tókst honum að undirbúa sig undir fjallgönguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða

Danskur dýragarður óttast veiðiþjófa – Grípa til aðgerða
Pressan
Í gær

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila

Það var útilokað að fanga eiturlyfjabaróninn – Snilldaráætlun var hrundið úr vör með ólíklegum samstarfsaðila
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri

Martin-hjónin og þrjár dætur þeirra hurfu sporlaust í jólagjafaleiðangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“

Varð vitni að sóðalegri hegðun flugfarþega – „Held ég þurfi í sturtu eftir að hafa séð þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta

Þetta líkamseinkenni tengist því hvort fólk á marga rekkjunauta